Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 37
35
aðstöðu stúdenta til félagslegra iðkana, t. d. til væntanlegs
stúdentaheimilis, eftir þvi sem fulltrúaráð bandalagsins mælir
síðar nánar fyrir um.
Bókagjöf prófessors, dr. Alvars Nelsons og Jconu hans.
1 október 1962 skýrði prófessor dr. jur. Alvar Nelson við
Háskólann í Lundi frá því, að hann og kona hans hefðu ákveð-
ið að afhenda Háskóla Islands að gjöf verulegan hluta af
bókasafni föður prófessorsins, dr. Axels Nelsons, sem var
lengi bókavörður við háskólabókasafnið í Uppsölum. Er þetta
ein verðmætasta bókagjöf, sem Háskólanum hefir borizt, alls
um 4500 bindi. Rit þessi eru einkum á sviði klassískra fræða,
rómverskra og grískra, kirkjusögu, málsögu og bókfræði. Er
hinn mesti fengur að þessari stórkostlegu bókagjöf.
Tímarit úr bóJcasafni dr. Alvars Nelsons.
Frá hinni myndarlegu bókagjöf prófessors dr. Alvars Nel-
sons er skýrt hér á undan. Tímarit úr þessu bókasafni voru
boðin Háskólanum til kaups fyrir s. kr. 15.000. Fékkst styrk-
ur að f járhæð s. k. 5000 úr Clara Lachmans-sjóði í Gautaborg
í þessu skyni, en fjármálaráðherra heimilaði að greiða eftir-
stöðvarnar úr ríkissjóði.
Gjöf Hins íslenzka kvenfélags.
Stjórn Hins íslenzka kvenfélags færði Háskólanum að gjöf
hreina eign Hins íslenzka kvenfélags, eins og hún var við slit
félagsins. Nemur upphæðin kr. 23.904,99. Skal féð renna til
Háskólasjóðs Hins íslenzka kvenfélags.
Skipulagsskrá Háskólasjóðs Hins íslenzka kvenfélags var
breytt svo, að úthluta má % vaxta í stað helmings áður. Breyt-
mgin var felld inn í skipulagsskrá sjóðsins frá 26. jan. 1916,
°g var hún gefin út svo breytt sem skipulagsskrá nr. 218, 13.
des. 1962, en fyrri skipulagsskrá var jafnframt felld úr gildi.
Skipulagsskráin er prentuð í þessari árbók, bls. 113.