Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 9
Stjórn
Háskóla íslands
Stjórnskipulag
Mælt er fyrir um stjórnskipulag Háskóla íslands í lögum nr. 63/2006 um háskóla
og lögum nr. 41/1999 um Háskóla íslands og síðan ítarlegar í reglum sem há-
skólaráð hefur sett á grundvelli laganna, sbr. reglur nr. 458/2000 fyrir Háskóla
íslands.
Rektor
Háskótarektor er yfirmaður stjórnsýslu Háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart
mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann á frumkvæði að því að há-
skólafundur marki heildarstefnu í málefnum Háskólans. Á milli funda háskóla-
ráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öltum málum Háskólans.
Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskóta-
ráðs að undangengnum atmennum kosningum í Háskótanum. Rektor Háskóla
Islands er dr. Kristín Ingótfsdóttir prófessor.
Háskólafundur
Háskólafundur er samráðsvettvangur háskótadeilda og háskólastofnana en fer
hvorki með beina framkvæmd mála né stjórnsýstulegt úrskurðarvald. Háskóla-
fundur vinnur að þróun og eflingu Háskóla ístands og mótar og setur fram sam-
eigintega vísinda- og menntastefnu Háskólans. Á háskólafundi eiga sæti rektor.
forsetar háskóladeilda og viðbótarfulttrúar deilda. kjörnir samkvæmt regtum þar
að lútandi. og fulltrúar hetstu stofnana, kennarafétaga og stúdenta. auk futltrúa
starfsmanna stjórnsýstu og fulltrúa þjóðlífs. Háskólafundur er haldinn a.m.k. einu
sinni á misseri og sitja hann um 80 manns. Haldnir voru þrír háskólafundir á
árinu 2006.
Háskólaráð
Háskótaráð eræðsti ákvörðunaraðili innan Háskólans sem fer með úrskurðar-
vald í málefnum skólans og stofnana er honum tengjast og hefur atmennt eftirlit
með starfsemi hans og rekstri. Háskótaráð hefur yfirumsjón með einstökum
háskólastofnunum. fyrirtækjum. sjóðum og öðrum eignum Háskólans. Rektorer
forseti háskótaráðs og auk hans eiga þar sæti fjórir fulltrúar deitda, kjörnir úr
hópi fastra kennara eftir ákveðnum reglum, tveir futltrúar samtaka nemenda,
einn fulttrúi samtaka háskólakennara og tveir fulltrúar þjóðlífs skipaðir af
menntamálaráðherra. Haldnirvoru 17 háskólaráðsfundir á árinu 2006. Nýtt
háskótaráð tók við um mitt ár og var skipan þess sem hér segir.-
Tit 30. júní:
Kristín Ingólfsdóttir prófessor. rektor og forseti.
EiríkurTómasson prófessor. fulitrúi fétagsvísindasviðs (félagsvísindadeildar.
lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar) og varaforseti.
Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, futttrúi heilbrigðisvísindasviðs
(hjúkrunarfræðideildar. tyfjafræðideildar, læknadeildar og tannlæknadeitdar).
Rögnvaldur Ólafsson dósent, fulttrúi raunvísindasviðs (raunvísindadeitdar og
verkfræðideildar).
Vilhjálmur Árnason prófessor, fulltrúi hugvísindasviðs (guðfræðideitdar og
hugvísindadeildar).
Jóhannes Rúnar Sveinsson dósent. fulltrúi Félags háskólakennara og Félags
prófessora.
Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, fuiltrúi þjóðlífs.
Matthías Pált Imsland framkvæmdastjóri. fulttrúi þjóðlífs.
Bryndís Harðardóttir hagfræðinemi. fulltrúi stúdenta í Vöku.
Anna Pála Sverrisdóttir laganemi. fulltrúi stúdenta í Röskvu.