Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 49
Markaðs- og samskiptanefnd
Markaðs- og samskiptanefnd er ráðgefandi starfsnefnd háskólaráðs og var skip-
uð til þriggja ára 5. febrúar 2004. Nefndin starfar samhliða fjármálanefnd.
kennslumálanefnd og vísindanefnd á grundvelli 11. gr. reglna fyrir Háskóla
Islands nr. 458/2000.
Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að því að efta ytra og innra markaðs-.
kynningar- og samskiptastarf Háskólans og skapa honum sterka og jákvæða
ssýnd. Nefndin mótar stefnu í málaflokknum, velur áherslur hverju sinni. ber
abyrgð á því að stefnunni verði framfylgt og leggur mat á árangur. Markaðs- og
samskiptanefnd er rektor. háskólaráði og háskólafundi til ráðuneytis um hvaðeina
sem lýtur að markaðs-, kynningar- og samskiptamálum. Nefndin starfar með
aaarkaðs- og samskiptasviði sameiginlegrar stjórnsýslu. deildum og stofnunum
Háskólans og öðrum aðilum innan og utan hans sem koma að málaflokknum.
samhæfir markaðs- og samskiptastarf þeirra. leiðbeinir þeim og hvetur til fag-
legra vinnubragða.
A árinu 2006 hélt nefndin níu fundi en meginviðfangsefni ársins var að móta
stefnu Háskóla íslands í markaðs- og samskiptastarfi. Nefndin samþykkti stefn-
Una á fundi sínum þann 29. maí og var hún staðfest af rektor í september 2006.
Stefna Háskóta íslands í markaðs- og samskiptastarfi byggist á heildarstefnu
skólans 2006-2011 og er henni tit stuðnings en flestir meðlimir nefndarinnar tóku
V|rkan þátt í þeirri stefnumótunarvinnu. Markaðs- og samskiptastarf Háskólans
9egnir mikilvægu hlutverki í því að koma stefnu skólans á framfæri með skýrum.
^otsagnarlausum og sannfærandi hætti og skapa þannig skólanum þá ásýnd
sem er í samræmi við framtíðarsýn hans.
Tilgangur markaðs- og samskiptastarfs Háskótans er að móta. samhæfa og sam-
Þsetta í orði og verki þau skilaboð sem Háskólinn sendir til markhópa sinna.
Þennig að ásýnd hans verði skýr og sannfærandi. Til að sinna þessu viðfangsefni
eru byggð upp virk tengsl við tykithagsmunahópa innan og utan skólans á hverj-
um tíma. almenning, stjómvöld, menntastofnanir, atvinnutíf, fjölmiðla og aðra
velunnara skólans. Ennfremur er mikilvægt að efta samskipti við erlendar
mennta- og vísindastofnanir. vísindamenn og fjötþjóðlega rannsóknasjóði. Fram-
tíðarsýn Háskóla ístands í samskiptum er að byggja upp þá ímynd Háskólans að
hann sé verðugur þess að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi og að hann
nJ°ti stuðnings samfétagsins tit að ná því markmiði. Hann sé vel þekktur fyrir
oflugar rannsóknir og framúrskarandi kennslu í fjölbreyttu. kröftugu og skapandi
umhverfi sem sé f nánum tengstum við íslenskt samfétag sem og ertenda sam-
starfsaðita. Framtíðarsýnin leggur ennfremur áherstu á að Háskólinn njóti trausts
°9 virðingar í samfélaginu og ímynd hans einkennist af frumkvæði. nýsköpun.
tengstum við atvinnulífið. fjölbreytni og virku rannsóknarstarfi.
Deildir og stofnanir Háskólans móta jafnframt eigin stefnu sem tekur mið af heitdar-
stefnu skótans og skilgreinir þar fyrir hvað þær vitja standa og hver einkunnarorð
Þeirra skutu vera. Þessu þarf að koma á framfæri með skýrum og skilmerkitegum
h®tti. Tit að svo megi verða þarf að tryggja markaðs- og samskiptastarfi nauðsynleg
sðföng og viðeigandi skiputag. annars vegar miðtægt og hins vegar í deildum og
einingum svo að hægt verði að samhæfa og samþætta starfið.
Tit að stuðta að því að stefnan komist til framkvæmda hafa verið skitgreind
eftirfarandi sex meginmarkmið:
1 ■ Efla markaðs- og samskiptastarf skólans. Hlutverk markaðs- og samskipta-
sviðs sameiginlegrar stjómsýslu annars vegar og markaðs- og samskiptastarf
í deitdum og stofnunum hins vegar verði skilgreint og umboð skýrt.
^ Afta upptýsinga um starfsumhverfi skótans. Þannig verði viðhorf og væntingar
nýnema, afstaða hagsmunahópa til skólans. ánægja nemenda með veitta
þjónustu og ímynd skólans í samfétaginu kannað reglulega.
^ Efta ytri og innri vefsvæði skólans með það að teiðartjósi að vefurinn verði
öflugt markaðstæki og notadrjúgur upplýsingamiðitl fyrir hagsmunahópa
innan og utan skólans.
Byggja upp virkt samband við lykilhagsmunahópa Háskólans innan tands og
ertendis. svo sem við fyrrverandi nemendur, hópa atvinnulífsins. stjórnvöld og
rannsóknastofnanir. einstaka vísindamenn. velunnara skólans og fjölmiðta
með það að markmiði að efta rannsóknarsamstarf. afta stuðnings og opna
tækifæri til fjáröflunar fyrir Háskólann.
Byggja enn frekar upp og virkja atla þætti almannatengsla.