Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 54
Markaðs- og samskiptamál
Markaðs- og samskiptasvið
Hlutverk markaðs- og samskiptasviðs er að efla orðspor Háskóla íslands og
stuðla að því að ytri og innri hagsmunahópar skynji stöðu Háskóla íslands á
jákvæðan hátt og hafi skýra mynd af hlutverki og sérstöðu skólans. Hagsmuna-
hópar Háskólans verði þannig virkir talsmenn Háskótans og vinni að eflingu hans
inn á við og út á við. Samkvæmt ártegri könnun Capacent nýtur Háskóli íslands
mests trausts opinberra stofnana meðal almennings og hefur gert það um árabil.
Þetta ríka traust er verðmætt veganesti í samskiptum innan Háskólans sem utan
en gerir að sama skapi ríkar kröfur til þess að skólinn og talsmenn hans standi
undirtraustinu.
í starfi sínu leggur markaðs- og samskiptasvið meðal annars áherslu á að:
• Móta, framkvæma og miðla stefnu og framtíðarsýn Háskóla íslands til innri
og ytri hagsmunahópa.
• Samhæfa og samþætta markaðsstarf eininga og deilda Háskólans.
• Afla. greina og miðla upplýsingum um starfsumhverfi Háskóla íslands.
Helstu verkefni
Helstu verkefni markaðs- og samskiptasviðs mótast af áherslum sviðsins. í fyrsta
lagi mótar. samþættir og samhæfir sviðið markaðsstarf Háskólans í heild sinni og
milli einstakra eininga. Þar má nefna umsjón með vef Háskólans, samskipti við
fjölmiðla, rannsóknir og greiningu á innra og ytra umhverfi Háskólans. útgáfu
kynningarefnis. umsjón með stærri viðburðum Háskólans, samskipti við velunn-
ara. vísindamiðlun tit barna og unglinga, upplýsingamiðtun og ráðgjöf. svo og
fræðslu um markaðsstarf innan Háskólans.
Stjórn og starfslið
Markaðs- og samskiptasvið Háskóla l’slands tók formtega til starfa þegar breyt-
ingar urðu á skipulagi miðlægrar stjórnsýslu við Háskólann. Sviðið er eitt af sex
þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans. Sviðsstjóri er
Ásta Hrönn Maack. Kynningarstjóri er Guðrún Jónsdóttir Bachmann. verkefnis-
stjóri viðburða Björk Hákansson, vefstjóri Anna Sveinsdóttir og Helga Brá Árna-
dóttir er verkefnisstjóri styrktarsjóða og hollvina. Þá heyrir upplýsingaborð Há-
skólans undir sviðið. Deildarstjóri upplýsingaborðs er Estiva Birna Björnsdóttir og
þar starfa einnig Hrefna Einarsdóttir. Anna Ótafsdóttir og Guðríður Andrésdóttir.
Friðrik Rafnsson lét af störfum á árinu sem vefritstjóri.
Stefnumótun í markaðssamskiptum og helstu verkefni
ársins
í stefnu Háskóla íslands segir að stórefta og samhæfa skuli markaðsstarf skólans
og í tengslum við stefnumótun Háskóta íslands til ársins 2011 var mótuð stefna
Háskóla ístands í markaðssamskiptum og undirbúin áherstuverkefni. Tók starf
sviðsins árið 2006 mið af þessum áhersluverkefnum. sem eru meðal annarra
samþætting og aukið samstarf milli eininga í innri og ytri markaðssamskiptum
Háskólans. efling ytri og innri vefja Háskólans, efting rannsókna á innra og ytra
umhverfi Háskólans, enn frekari efling atmannatengsla og aukin tengsl við
velunnara Háskótans og fyrrverandi nemendur hans.
Vefur Háskóla íslands
Vefur Háskóla íslands er einn af fjölsóttustu vefjum landsins og mikilvægur vett-
vangur tit að miðta upplýsingum frá Háskólanum til stúdenta og starfsfólks, al-
mennings og fjölmiðta. Þá er vefurinn mikilvægasta boðteið upptýsinga til verð-
andi stúdenta samkvæmt könnunum. Tugir starfsmanna innan Háskólans sem
hafa umsjón með vefjum einstakra deilda. stofnana og starfseininga leita þjón-
ustu. ráðgjafar og fræðslu til markaðs- og samskiptasviðsins og starfar Anna
Sveinsdóttir vefstjóri náið með þeim.
Áfram var unnið að endurskipulagningu og eflingu vefseturs Háskóla ístands, t.d.
með tæknilegum uppfærstum, samræmingu á veftrjám einstakra eininga og
breytingum á verklagsreglum um vefinn. Á árinu voru verktagsreglur um vef
Háskólans uppfærðar og einfaldaðar til að styðja enn betur við starf umsjónar-
manna vefja. Jafnframt voru haldin fjölmörg námskeið fyrir vefumsjónarmenn.
Á árinu hlaut sameiginlegur ytri vefur Háskólans. www.hi.is. vottun nr. 1 frá
fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalaginu. Vottunin merkir að vefurinn stenst
lágmarkskröfur um aðgengi fyrir fattaða notendur. Háskólinn er fyrsta mennta-
52