Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 56
hafi sótt þessa viðburði. Einstakar deildir og rannsóknastofnanir bera hitann og
þungann af viðburðunum en leita eftir aðstoð, ráðgjöf og þjónustu hjá markaðs- og
samskiptasviði. Fjötmargir viðamiklir viðburðir og verkefni eru einnig í umsjón
markaðs- og samskiptasviðs undir handleiðslu Bjarkar Hikansson, verkefnisstjóra
viðburða. Meðal viðburða og tímabundinna verkefna sviðsins árið 2006 voru:
1. Kynning á stefnu Háskóla íslands innan Háskólans og utan.
2. Kynning á grunn- og framhatdsnámi við Háskóta íslands, sem fram fór í öllum
byggingum Háskóla íslands 26. febrúar 2006 og um 3.000 gestir sóttu.
3. Landskeppni ungra vísindamanna og umsjón með þátttöku íslenskra sigur-
vegara í Evrópukeppni ungra vísindamanna.
4. Þátttaka í Vísindavöku - stefnumót við vísindin 22. september. Flestar deildir
Háskólans kynntu rannsóknir fyrir áhugasömum fjölskyldum á vökunni sem var
í umsjón RANNÍS. Á Vlsindavökunni hlaut Ari Ólafsson dósent viðurkenningu
Rannís fyrir vísindamiðlun en hann hefur verið óþreytandi að miðla undrum
vísindanna til ungra sem aldinna. t.d. í tengslum við Háskóla unga fólksins og
við undirbúning að Tilraunahúsi. Rúmlega 1.000 gestir sóttu Vísindavökuna og
gerði Háskóli íslands þátttöku sinni skil í mynd sem sett var á vef Háskólans.
5. Kynning og umsjón viðburða í tengslum við byggingu Háskólatorgs. Ötlu starfs-
fólki og stúdentum Háskólans ásamt menntamálaráðherra og stjórnendum var
boðið til fyrstu skóflustungu 6. apríl. Þá voru reglulega fluttar fréttir af bygg-
ingarframkvæmdunum og btásið til viðburða í takt við framgang verksins.
6. Umsjón með fyrstu úthlutun styrkja tit doktorsnema úr Háskólasjóði Eimskipa-
félags íslands.
7. Umsjón með kynningu á doktorsvörnum við Háskótann.
8. Kynning í tengstum við brautskráningu Háskótans sem er þrisvar sinnum á ári.
9. Móttaka ýmissa gesta.
Vísindamiðlun. fræðsla og tengsl
Háskóli íslands teggur ríka áherslu á að rækta fræðstuhtutverk sitt og miðla vís-
indum til atmennings. Meðal verkefna um vísindamiðlun sem sviðið tók þátt í árið
2006 má nefna Vísindavef Háskóta ístands og Háskóla unga fólksins. Árið 2006
var unnið að undirbúningi að Titraunahúsi í samstarfi Háskóla íslands. Orkuveitu
Reykjavíkur. Kennaraháskóta ístands og menntamálaráðuneytis. Þá hafði Guðrún
Jónsdóttir Bachmann umsjón með ártegu þingi Evrópusamtaka um vísindavið-
burði, EUSCEA- European Science Events Association. sem fram fór í júní.
Umsjón styrktarsjóða og tengsl við velunnara Háskólans
Með skiputagsbreytingum í stjórnsýstu færðist umsjón með styrktarsjóðum Há-
skóta Islands til markaðs- og samskiptasviðs. Undir lok ársins var Helga Brá
Árnadóttir ráðin verkefnisstjóri styrktarsjóða og hotlvina. Tilgangur endurskipu-
lagningarinnar er að gera starfsemi styrktarsjóðanna enn sýnilegri í starfi
Háskótans og samþætta hana öðru markaðsstarfi Háskólans.
Innri tengsl og alþjóðlegt samstarf
Starfsmenn markaðs- og samskiptasviðs starfa náið með fjötmörgum starfs-
mönnum Háskólans á samráðsfundum. svo sem um markaðs- og samskiptastarf
og vefmál og með markaðs- og samskiptanefnd. Þá sitja starfsmenn deitdarinnar
í ýmsum nefndum og vinnuhópum um ýmis verkefni innan og utan Háskólans.
Má þar nefna setu í stjórn verkefnishóps NUAS um markaðs- og kynningarmál, í
undirbúningshópi um Titraunahús. í þróunarhópi Kennsluskrár Háskóta Islands. í
undirbúningshópi um starfsemi þjónustuborðs á Háskólatorgi og verkefnisstjórn
um starfsmannavef.
Kennslumál, stúdentar
Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginteg mát Háskólans er varða
kennslu. próf, skráningu stúdenta. kennsluhúsnæði og búnað. Á vegum þess er
jafnframt starfrækt Tungumátamiðstöð. Kennslumiðstöð og Námsráðgjöf sem
sérstakar deildir.
Háskótaárið tetst frá 1. júlí til jafntengdar næsta ár og skiptist kennstuárið í tvö
misseri, haustmisseri sem týkur 21. desember og vormisseri sem lýkur 15. maí.
Nýskráning fer fram í tok maí og byrjun júní ár hvert og einnig er tekið við skrán-
ingarbeiðnum í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar kandídata tilheyra hverju
háskótaári. í febrúar. júní og október.
54
J