Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 94
setur í föttunarfræði. Mannfræðistofnun og Rannsóknarsetur í barna- og fjöl-
skylduvernd, Rannsóknarsetur um lífshætti barna og ungmenna. Rannsóknasetur
um kennarastarfið og skólaþróun starfa innan vébanda Félagsvísindastofnunar
samkvæmt 1. mátsgrein reglna um Fétagsvísindastofnun
Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, var forstöðumaður stofnunarinnar.
Fétagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun og hýsir hana og Rannsókna-
stofu í kvenna- og kynjafræðum. Deildin átti aðild að Sjávarútvegsstofnun og
Umhverfisstofnun. Þær stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Sæmundar fróða árið
2005 og deildin á nú aðild að henni.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála starfar við stjórnmálafræðiskor. Að
stofnuninni standa, auk Háskóta (slands, Reykjavíkurborg og Landspítali-
háskólasjúkrahús. Stofnunin starfar í nánum tengslum við fyrirtæki, stofnanir og
samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Meginmarkmið stofnun-
arinnar er að efla kennstu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana. bæði ríkis
og sveitarfélaga. Stofnuninni er ennfremur ætlað að vera vettvangur umræðna
um stjórnmál. stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri. þar á meðal um
hlutverk fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörkun.
Forstöðumaður stofnunarinnar var Margrét S. Björnsdóttir.
Kynningarmál
Deildin hefur gefið út kynningarbæklinga um allar námsgreinar í deildinni ásamt
veggspjöldum og glærukynningu. Sérstök handbók er einnig gefin út fyrir
nemendur í framhaldsnámi. Deildin tók einnig þátt í námskynningu Háskótans 26.
febrúarásamt öðrum deildum háskólans.
Þá voru haldnar sérstakar námskynningar í Odda fyrir stúdentsefni úr framhalds-
skólum. Nemendur úr féiagsvísindadeild fóru einnig í framhaldsskóla á höfuð-
borgarsvæðinu með gtærukynningu og dreifðu veggspjöldum og bæklingum.
Félagsvísindadeiid tók þátt í Vísindavöku í fyrsta sinn 22. september og ftuttu Gísli
Pálsson prófessor og Þorgerður Einarsdóttir dósent erindi í Vísindakaffi. Kristín
Einarsdóttir. aðjúnkt í þjóðfræði. flutti erindi. Jafnframt var deildin með kynn-
ingarbása um nám og rannsóknir í deildinni.
Verðlaun og viðurkenningar
AgnarSturta Helgason. aðjúnkt í mannfræði, htaut hvatningarverðlaun Vísinda-
og tækniráðs fyrir árið 2006 og voru þau afhent 31. maí. Hann er fyrsti kennari
deildarinnar sem htýtur þessa viðurkenningu.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, dósent í náms- og starfsráðgjöf. hlaut alþjóðlega viður-
kenningu bandarísku starfsþróunarsamtakanna National Career Development
Association fyrir framlag hennartit menntunar náms- og starfsráðgjafa og
stefnumótunar málaflokksins á íslandi. Guðbjörg tók við verðtaununum. sem veitt
eru árlega fyrir leiðtogastörf á atþjóðavettvangi á sviði náms- og starfsráðgjafar,
við sérstaka athöfn á ráðstefnu samtakanna í Chicago þann 6. júlí.
Gjafir og styrkir
Hinn 28. mars 2006 var úthlutað í fyrsta sinn úr Háskólasjóði Eimskipafélags
íslands til nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla (stands. Fjórir
doktorsnemar í fétagsvísindadeild hlutu styrk, Davíð Bjarnason. Gunnhildur Lity
Magnúsdóttir. Harpa Njáls og Kristjana Stelta Btöndal.
Hinn 3. apríl afhenti Sendiráð Bandaríkjanna Landsbókasafni-Háskótabókasafni
veglega bókagjöf á sviði alþjóðamála. varnar- og öryggismáta. Gjöfinni er sér-
staklega ættað að efla kennslu á þessu sviði í nýju meistaranámi í atþjóðasam-
skiptum. Bækurnar eru eftir alla helstu alþjóðamálasérfræðinga heims og fjalla á
einn eða annan hátt um alþjóðamát og öryggis- og varnarmál. bæði með tilliti til
ákveðinna heimshluta. en einnig í víðu samhengi. Með bókagjöfinni er komið til
móts við brýna þörf sem mun koma kennurum og nemendum við Háskóla
íslands og öðrum áhugamönnum um alþjóðamál til góða.
Kvasir - Samtök símenntunarmiðstöðva styrktu fjarnám í náms- og starfsráðgjöf
um 2.5 m.kr.
Jafnréttisráð úthlutaði þremur styrkjum tit Háskólans þann 24. október og komu
92