Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 100
Stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála
í reglum sem samþykktar voru í félagsvísindadeild hinn 27. maí, 2002 segir í 1.
gr.: „Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-. fræðslu- og
þjónustustofnun sem starfrækt eraf Háskóla íslands. Stofnunin ervettvangur
samstarfs Háskóla íslands við opinbera aðila um eflingu náms og rannsókna um
stjórnun opinberra stofnana. bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna
um stjórnmál og stjórnsýslu.''
Stjórn stofnunarinnar hefur verið óbreytt frá upphafi. formaður er Gunnar Helgi
Kristinsson prófessor og forstöðumaður einnig sá sami frá upphafi, Margrét S.
Björnsdóttir. Stofnunin hefur aðsetur í Odda. félagsvísindahúsi Háskólans.
Samstarfsvettvangur, samstarfsaðilar
Stofnunin er rekin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landspítala-háskóla-
sjúkrahús, auk þess sem stofnunin hefur víðtækt samstarf við fyrirtæki. stofnanir
og samtök, inntend sem erlend. eftir því sem tilefni gefast. Stofnunin ersam-
starfsvettvangur kennara í stjórnsýstu- og stjórnmálafræðum við stjórnmála-
fræðiskor og í gegnum stofnunina eru þeir í samstarfi við fjölmarga aðila utan
Háskólans. svo sem embætti umboðsmanns Alþingis. Ríkisendurskoðun.
forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Félag forstöðumanna ríkisstofnana.
Samband íslenskra sveitarfélaga. erlend sendiráð. ýmsar opinberar stofnanir og
ráðgjafarfyrirtæki sem vinna með opinberum aðilum.
Erlent samstarf á árinu 2006
Fyrir tiltölutega ungt og fámennt fræðasvið eins og opinbera stjórnsýslu er mikil-
vægt að fylgjast með því sem gerist á erlendum vettvangi. Frá upphafi hefur því
verið lögð áhersta á að bjóða til landsins erlendum fræði- og fagmönnum á sviði
opinberrar stjórnsýslu og stjórnmáta. Ennfremur að skapa tengsl við norræna og
evrópska skóla og samtök á sviði stjórnsýstufræða. En að auki er reynt að festa
varanlega í sessi samstarf við Háskóla og stofnanir erlendis.
I. „DEMO-net The e-Participation Network" 2006-2009
Stærsta erlenda samstarfsverkefnið er Demo-net. evrópskt samstarfsnet um
„öndvegis"-aðferðir og rannsóknir á sviði rafrænnar þátttöku. Verkefnið hófst á
vormánuðum 2006 og er það alfarið fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu
til a.m.k. næstu fjögurra ára. Markmið þess er að styrkja lýðræðið og þátt borgar-
anna í opinberri ákvarðanatöku að teknu titliti til mismunandi staðbundinna þarfa
á rafrænni stjórnsýslu og þátttöku.
Samstarfsaðilarnir. sem eru 19 háskólar og svæðasamtök sveitarfélaga frá 11
Evrópulöndum, munu á tímabilinu vinna sameiginlega að eftirfarandi verkefnum:
Safna saman og gera aðgengilegar upplýsingar um rannsóknir. árangursríka
starfshætti og verkefni á sviði rafrænnar þátttöku og týðræðis. stuðla að auknu
samstarfi fræðimanna og doktorsnema á þessu sviði, teitast við að auka samstarf
um gæði og nýsköpun í rannsóknum á rafrænni þátttöku, rannsóknum sem í dag
eru dreifðar og brotakenndar. og loks stuðla að auknu samstarfi háskóla og
opinberrar stjórnsýslu um rannsóknir og hagnýtingu þeirra. í þessum verkefnum
byggist DEMO-net á víðtækri reynslu teiðandi fræði- og fagmanna frá þessum 11
Evrópulöndum.
Samstarfsnetið hefur hlotið tit næstu fjögurra ára um 550 milljón króna styrk frá
ESB (600.000 evrur), af því fær fsland um 16 milljónir auk styrkja til doktorsnema
og fyririestra sem sækja verður um sérstaklega.
Stofnun stjórnsýslu- og stjórnmátafræða er aðili að samstarfsnetinu. ekki síst
vegna mikils undirbúningsstarfs Ástu Þorleifsdóttur ráðgjafa á þessu sviði og
MPA-nema. Ásta og Haukur Arnþórsson doktorsnemi eru starfsmenn
verkefnisins af íslands hálfu á næstu fjórum árum. Margrét S. Björnsdóttir situr í
stjórn verkefnisins og hefur með höndum stjórnunarþætti þess hér á landi og í
samskiptum við samstarfsaðita.
II. Þróunarverkefni í samráði við danska fjármálaráðuneytið
Fyrir milligöngu starfsmannaskrifstofu fjármátaráðuneytisins var tekið upp sam-
band við danska fjármálaráðuneytið og teitað eftir aðgangi Stofnunar stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála að útgáfu- og þróunarverkefnum þeirra á sviði opinberrar
98