Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Side 116
Eysteinsson og Magnús Fjalldal. en í stað þeirra komu Már Jónsson og Torfi H.
Tulinius. Með nýjum reglum um Hugvísindastofnun var vísindanefnd nefnd lögð
niður, en hún hafði fjallað um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu. Stjórn
hugvísindadeildar tekur afstöðu til mála sem tengjast rannsóknum. en sett var á
stofn ný nefnd, rannsóknanámsnefnd. í hana voru eftirfarandi tilnefndin Svavar
Hrafn Svavarsson dósent. formaður, Torfi H. Tulinius prófessor, Guðmundur Hálf-
danarson prófessor. Helga Kress prófessor. Annette Lassen lektor. Kristján Árna-
son prófessor og Martin Regal dósent. Fulltrúi meistaranema í nefndinni er Þórður
Mar Þorsteinsson og fulltrúi doktorsnema Yelena Sesselja Helgadóttir. en til vara
fyrir doktorsnema Erla Doris Halldórsdóttir. Róbert H. Haraldsson er fulltrúi
hugvísinda í fjármálanefnd háskólaráðs. í kynningarnefnd áttu sæti Rannveig
Sverrisdóttir, bókmenntafræði- og málvísindaskor. formaður, Guðrún Birgisdóttir,
deildarskrifstofa. Jón Axel Harðarson. íslenskuskor. Gunnar Harðarson. heimspeki-
skor. Ásta Ingibjartsdóttir, skor rómanskra og klassískra mála, Magnús Sigurðsson.
skor þýsku og Norðurlandamála. Pétur Knútsson. enskuskor. og Már Jónsson,
sagnfræði- og fornleifafræðiskor. Kennstumálanefnd sinnir margvíslegum málum
er snerta kennstuhætti deitdarinnar. Hana skipa Gunnar Harðarson (formaður).
Ásdís Magnúsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson sat fram af árinu, en Guðmundur
Jónsson kom í hans stað síðar. Margrét Jónsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson.
Stefnumótun
Eins og aðrar deildir Háskólans vann hugvísindadeitd að stefnumótun fyrri hluta
árs 2006. Endanleg stefna deildarinnar var síðan samþykkt á deildarfundi þann
27. október 2006.
Kennslumál
Nám hófst í hagnýtri menningarmiðlun sem er 45 eininga meistaranám innan
sagnfræði- og fornleifafræðiskorar. í náminu er teitað eftir þverfaglegu samstarfi
með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nem-
endum nýjar teiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar. Landsbankinn er bak-
hjarl námsins fyrstu þrjú árin en Eggert Þór Bernharðsson dósent er í forsvari
fyrir því. Þá hófst einnig nám í ritstjórn og útgáfu sem er einnig nám á meistara-
stigi. Innan þess náms taka nemendur 15 einingar í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum
og voru samningar gerðir við fyrstu fyrirtækin um að taka nemendur í starfs-
þjátfun, en það eru Morgunbtaðið og Edda miðlun.
Hugvísindadeild tekur áfram þátt í almennri trúarbragðafræði. sem er þverfaglegt
nám á vegum guðfræði-, hugvísinda- og félagsvísindadeildar. Fulttrúi hugvísinda-
deildar í námsnefndinni erSigríður Þorgeirsdóttir. Futltrúi deildarinnar í náms-
nefnd um þverfaglegt nám í umhverfis og auðlindafræði var Róbert Haraldsson.
Hinn 1. desember hlutu Eiríkur Rögnvaldsson. prófessor í íslensku. og samstarf-
menn hans. Hrafn Loftsson. lektor í tötvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. og
Sigrún Helgadóttir, sérfræðingur á Orðabók Háskólans, fyrstu verðlaun í verð-
launasamkeppninni Upp úrskúffunum. heiti verkefnis þeirra er ..Samhengisháð
ritviltuleit".
Fjöldi stúdenta
Stúdentum í deildinni hefur heldur fjölgað á milli ára. en í upphafi á hausti 2006
voru 1.885 nemendur skráðir í deildina. sem er 3.8 % aukning frá fyrra ári. Fjötdi
virkra nemenda á milli skólaáranna 2004-2005 og 2005-2006 stóð nokkurn veginn
í stað. eða smávægileg fækkun sem nam 0.6 %.
Doktorar
Sveinn Einarsson M.Lic.. leikhúsfræðingur. varði doktorsritgerð sína við deildina
þann 26. nóvember. A People's Theater comes of Age. A Study of the lcelandic
Theater 1860-1920
Styrkir úr Háskólasjóði Eimskips
Hinn 28. mars 2006 var í fyrsta sinn úthlutað úr Háskólasjóði Eimskipafétagsins.
Fjórir nemendur deildarinnar fengu styrki. það voru Ásgrímur Angantýsson fyrir
verkefnið Gerð aukasetninga í íslensku og skyldum mátum. leiðbeinandi er Hösk-
uldur Þráinsson. prófessor í ístensku, Hildur Gestsdóttir fyrir verkefnið Gigt á ís-
landi: Fornleifafræðileg rannsókn, leiðbeinandi er Orri Vésteinsson. lektor í forn- .
leifafræði, Unnur Birna Karlsdóttir: Náttúrusýn og nýting failvatna á 20. öld. leið-
beinandi Guðmundur Hálfdanarson. prófessor í sagnfræði, og Yelena Sesselja
Helgadóttir (Yershova): (stenskar þutur síðari alda. leiðbeinandi hennar er Vésteinn
Ólason, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi.
114