Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 136
Lyfjafræðideild og
fræðasvið hennar
Almennt yfirlit og stjórn
í lyfjafræðideild eru stundaðar rannsóknir. kennsla, fræðsla og þjónusta. Starf-
semi deildarinnar hefur miðað að því að sinna þessum fjórum þáttum en aðal-
áherslan lögð á kennstu og rannsóknir í tyfjafræði og lyfjavísindum. Við deildina
eru menntaðir lyfjafræðingar en markmið háskótanáms í lyfjafræði er að nem-
endur séu að námi toknu hæfir til að stunda ölt almenn lyfjafræðistörf: í lyfjabúð-
um. við lyfjagerð. í lyfjaiðnaði og tyfjaheildverslunum. á sjúkrahúsum og við
rannsóknir. Við deitdina er auk þess boðið upp á rannsóknamiðað nám í lyfjavís-
indum til MS-prófs. Doktorsnám í lyfjafræði og lyfjavísindum er í stöðugri sókn og
árið 2006 útskrifuðust þrír doktorar í tyfjafræði frá deildinni.
Á árinu 2006 störfuðu hjá lyfjafræðideild fimm prófessorar. tveir dósentar og tveir
lektorar í 8,37 stöðugildum auk níu aðjúnkta. skrifstofustjóra og eins aðstoðar-
manns á rannsóknastofum. Einnig kemur fjöldi stundakennara að kennslunni,
Deildarforseti var Þorsteinn Loftsson prófessor fram til 1. júlí. en þá tók vara-
deildarforseti. Elín Soffía Ólafsdóttir prófessor. við sem deildarforseti.
Varadeildarforseti frá 1. júlí var Már Másson prófessor.
Vegna stöðugrar fjölgunar nemenda er þörf á að fjötga fastráðnum kennurum við
deildina. Stöðuhtutfatl Sveinbjörns Gizurarsonar prófessors var aukið úr 207. í
1007. um áramót 2005-2006. Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir, sem ráðin var í tíma-
bundna stöðu lektors í lyfjagerðarfræði, lét af störfum á sama tíma. Frá 1. júlí
2006 var Hákon Hrafn Sigurðsson ráðinn í stöðu dósents í lyfjagerðarfræði. Frá 1.
jútí var stöðuhtutfall Önnu Birnu Atmarsdóttur dósents aukið úr 307. í 1007,. Við lok
ársins htaut hún framgang úr stöðu dósents í stöðu prófessors. Kristín
Ingótfsdóttir prófessorvar í leyfi þarsem hún gegnir nú stöðu rektors Háskóla
ísiands.
Kennslumál
Haustið 2004 var ákveðið að skipta lyfjafræðináminu (pharmacy) í BS-htuta (90
einingar) og MS- hluta (60 einingar) í samræmi við Bologna-samkomutagið, og
fylgja þeir nemendur sem hófu nám við deildina haustið 2005 þessu náms-
fyrirkomutagi. Að toknu tveggja ára meistaranámi í lyfjafræði (MS-námi) geta
nemendur sótt um starfsleyfi tyfjafræðings tit heitbrigðis- og tryggingamáta-
ráðuneytisins. Þannig samsvarar tveggja ára meistaranám í lyfjafræði. að aftoknu
BS-námi. kandídatsnámi í lyfjafræði samkvæmt eldri skipan. Við lyfjafræðideild
er einnig boðið upp á 60 eininga MS-nám í tyfjavísindum (pharmaceutical
sciences) fyrir þá sem hafa lokið BS-prófi í efnafræði. lífefnafræði. líffræði.
lyfjafræði eða skyldum greinum. Að loknu MS-námi býður lyfjafræðideild upp á
þriggja ára doktorsnám (Ph.D.) sem er 90 eininga nám.
Við árstok 2006 voru 150 nemendur innritaðir í nám í lyfjafraeðideild. þar af um 40
á síðustu tveimurárum kandídatsnámsins. sem jafngildir námi á meistarastigi,
og er það fjölgun frá fyrra ári. Árið 2006 stunduðu tíu nemendur framhaldsnám
við deitdina. sex stunduðu doktorsnám og fjórir meistaranám í tyfjavísindum.
Fjórir ertendir skiptinemar frá Noregi. Póltandi. Spáni og Austurríki stunduðu
nám við deitdina á árinu. og nokkrir ístenskir lyfjafræðinemar fóru út í skiptinám
og tóku hluta af námi sínu við erlenda háskóla. m.a. í Danmörku og Ástratíu.
Erlendur gestakennari. prófessor í lyfjagerðarfræði við Háskólann í Kraká í Pót-
landi. dvaldist í vikutíma við lyfjafræðideitd í septembermánuði og kenndi lyfja-
fræðinemum. í júlí komu fjórir fulttrúar frá lyfjafræðideitd Chulatongkorn-háskóla
í Bangkok í Taílandi í heimsókn. í kjölfarið var undirritaður samstarfssamningur
um nemendaskipti á milli lyfjafræðideilda Chutalongkorn og Háskólans. og er
þegar búið að samþykkja nemanda frá Chutalongkorn í doktorsnám við
lyfjafræðideild Háskótans.
Rannsóknir
Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og góður árangur á því sviðið einkennir starf
deitdarinnar. Altir fastráðnir kennarar eru virkir í rannsóknum. Fjöldi birtinga í
ISI-tímaritum er almennt viðurkenndur mælikvarði á rannsóknarvirkni. Fyrsta
greinin í ISI-gagnagrunninum með kennara deildarinnar sem höfund var skráð
134