Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 166
í hjarta og hjartavöðvafrumum. Rannsóknir á glýkólípíðum. Rannsóknir á
íslenskum lækningajurtum. Frekari upplýsingar um rannsóknirnar og ritaskrár
starfsmanna má finna á heimasíðu stofunnar og starfsmanna hennar á slóðinni
http://www.raunvis.hi.is/Lifefnafr/Lifefnafr.html
Tækjabúnað stofunnar má flokka sem hér segin Almennur búnaður til hrein-
vinnslu próteina, svo sem skilvindur og súlugreiningar-búnaður af ýmsu tagi.
Mælitæki tit rannsókna og greininga á próteinum og ensímum. svo sem litrófs-
mælar, rafdráttarbúnaður, hvarfahraðamælar. tæki til varmafræðilegra mælinga,
flúr-ljómunarmælir. circular dichroism litrófsmætir. amínósýrugreinir og prótein-
raðgreiningartæki. Búnaður til gertaræktunar og til kjarnsýruvinnu. Tæki til
greiningar og rannsókna á smærri sameindum, m.a. massagreinir. Auk þess hafa
starfsmenn stofunnar aðgang að tækjabúnaði efnafræðistofu og efnafræðiskorar.
til dæmis gasgreiningarbúnaði og nýju kjarnarófstæki (NMR 400 MHz).
Reiknifræðistofa
Á reiknifræðistofu eru stundaðar rannsóknir í reiknifræði. tölfræði og líkinda-
fræði. Þar starfa að jafnaði tveir sérfræðingar í föstum stöðum og nokkrir verk-
efnaráðnir sérfræðingar og aðstoðarmenn. Þá erstofan rannsóknavettvangur
kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeitdar og tölvunarfræðiskor verkfræði-
deildar.
Stofan efndi hinn 28. október ásamt stærðfræðiskor tit eins dags ráðstefnu um
tífstærðfræði til minningar um Kjartan G. Magnússon, prófessor og fyrrverandi
stofustjóra. sem lést fyrr á árinu. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að kynna fyrir
breiðum hópi áheyrenda rannsóknir sem tengjast helstu áhugasviðum Kjartan
Magnússonar innan lífstærðfræði. Tit ráðstefnunnar var boðið þremur fyrirtes-
urum ertendis frá og þremur inntendum. sem héldu hver um sig yfirlitserindi er
tutu m.a. að stjórnun hval- og fiskveiða, líkönum af afkomu og göngum fiska og
tengslum fátka og rjúpu.
Áfram var unnið, í samvinnu við vísindamenn í Kanada. að þróun á aðferðum við
að bæta mat á göngum með notkun sveimferlatíkana á gögn úr síritandi
fiskmerkjum og staðsetningarmerkjum á setum.
Frekari niðurstöður fengust úr líkönum sem tengjast prófunum á mismunandi
stjórnkerfum fiskveiða, þ.e. líkönum sem taka tillit til áhrifa svæðalokana.
kvótakerfa og takmarkana sóknardaga ásamt áhrifum slíkra takmarkana á
lífkerfið. Þessi líkön. sem innihalda lýsingu á lífkerfinu og hagfræðileg undirtíkön.
sem lýsa viðbrögðum flotans við mismunandi stjórnkerfum. benda til þess að
nota megi svæðatokanir með öðrum stjórnkerfum og ná þannig betri árangri við
stjórn fiskveiða. Til þess þurfa svæðin sem um ræðir hins vegar að vera mjög
stór og dæmigert að leiða tit friðunar a.m.k. hetmings viðkomandi stofns.
Unnið var að samvinnuverkefni um umferðarspár með Vegagerðinni. Það sem af
er hefur aðaltega snúið að gagnagreiningu en einnig hafa einföld tímaraðarlíkön
verið notuð.
Unnið var við að búa til reiknirit og skrifa forrit í Matlab og C til að meta stika
margvíðra tímaraðatíkana þegar gögn eru götótt. Lokið var við gerð Matlab-
forritanna og ritaðar tvær greinar sem sendar voru til hugsanlegrar birtingar í
ACM Transactions on Mathematical Software og jafnframt gefnar út sem skýrstur
hjá Verkfræðistofnun. Ennfremur var unnið að aðferðum til að meta stika í
margvíðum GARCH-líkönum ásamt rannsóknum á notkun stíkra líkana við
verðlagningu ftókinna afteiða.
Unnið varáfram að rannsóknum á Palmvenslum fyrir margvíð punktferli.
slembimengi og slembimál. Kom út rannsóknaskýrsia um Palmvensl Lebesgue-
jafngildra slembimála þar sem sett er fram hugtakið massajafnvægi og sýnt að
það hefur sama hlutverk fyrir stembimát og punktjafnvægi hefur fyrir punktferli.
Þá var grein um Palmvenst stembimengja í margvíðri grind samþykkt til birtingar
í Advances in Applied Probabitity. Niðurstöður þessara rannsókna voru kynntar á
málstofum við Columbía-háskóla í New York. Parísar-háskóla, Helsinki-háskóta
og Háskóla íslands og á ráðstefnunni Stochastic Geometry í Þýskalandi. Einnig
var unnið að tengingu slembistaka og niðurstöðurnar kynntar á málstofu við
Háskóla ísiands og í fyrirtestraröðum á tveimur mótum doktorsnema og
nýdoktora í Hollandi og í Bretlandi.
164