Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 204
Mannréttindastofnun Háskóla
íslands
Almennt yfirlit og stjórn
Mannréttindastofnun Háskóla íslands er sjálfseignarstofnun. stofnuð af Háskóta
íslands, Lögmannafélagi ístands og Dómarafélagi íslands 14. apríl 1994. Aðsetur
stofnunarinnar er í Lögbergi við Suðurgötu.
Stjórn Mannréttindastofnunar var þannig skipuð árið 2006: Björg Thorarensen.
prófessor við tagadeild Háskótans, formaður, Hjördís Hákonardóttir. dómstjóri við
héraðsdóm Suðurtands. Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild Háskólans, og
Hrefna Friðriksdóttir hdl. meðstjórnendur. Varamenn í stjórn voru Hilmar
Magnússon hrl. og Pétur Leifsson. dósent við tagadeitd HA. Framkvæmdastjóri
var María Thejtl hdt.
Útgáfa
Dómareifanir Mannréttindadómstóls Evrópu
Mannréttindastofnun Háskóta ístands hóf útgáfu tímarits með dómareifunum
Mannréttindadómstóls Evrópu á íslensku árið 2005 en tímaritið mun koma út
tvisvar á ári. Dómsmálaráðuneytið styrkir útgáfuna en sérstök ritstjórn hefur
umsjón með henni. Ritstjóri tímaritsins er Björg Thorarensen. prófessor við
lagadeild Háskóta ístands. en í ritnefnd sitja Oddný Mjötl Arnardóttir. prófessor við
tagadeild Háskótans í Reykjavík, og Skúli Magnússon. héraðsdómari og dósent
við tagadeild Háskóta fstands.
[ tímaritinu eru reifaðir valdir dómar sem tatdir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun
ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir
íslenskan rétt. einkum í málum gegn Norðurlöndum þar sem oft er til um-
fjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga htiðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd.
Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri þýðingu ákvarðanir og dómar í kæru-
málum gegn íslenska ríkinu sem fram tit þessa hafa aðeins verið birtir á
heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.
Annað hefti ársins 2005 en þar eru reifaðir dómar uppkveðnir á tímabilinu jútí til
desember 2005, kom út í mars 2006. Fyrsta hefti ársins 2006 með dómum frá
janúar til júní 2006 kom út í október 2006.
Málstofa
Mannréttindastofnun efndi til málstofu 25. september 2006 undir yfirskriftinni Nýr
alþjóðasamningur um réttindi fattaðra. Réttarbætur eða fögur fyrirheit. Erindi
ftuttu Óskar Pátl Óskarsson. tögfræðingur í félagsmátaráðuneyti. Brynhildur G.
Ftóvenz. tektorvið lagadeild Háskóla (stands. og Helgi Hjörvar alþingismaður.
Björg Thorarensen. prófessor við lagadeild Háskóla ístands. var fundarstjóri.
Styrkveiting
Auglýstur var styrkur að fjárhæð kr. 300 þús. kr. af hálfu Mannréttindastofnunar til
framhatdsnáms í mannréttindum á árinu 2005. Tvær umsóknir bárust og var
Kjartani Bjarna Björgvinssyni tögfræðingi sem stundaði nám við London School of
Economics veittur styrkurinn.
Sjá má nánari upplýsingar á veffangi Mannréttindastofnunan www.mhi.hi.is.
Orðabók Háskólans
Orðabók Háskólans starfaði sem sjálfstæð, vísindaleg orðfræðistofnun til 31.
ágúst 2006. Hún var starfrækt af Háskóla ístands og heyrði beint undir háskóla-
ráð. Hinn 1. september var stofnunin sameinuð fjórum öðrum stofnunum á sviði
íslenskra fræða, íslenskri málstöð. Stofnun Árna Magnússonar. Stofnun Sigurðar
Nordals og Örnefnastofnun ístands samkvæmt lögum nr. 40 frá 2006.
Alts unnu 14 starfsmenn á Orðabókinni á árinu. Af þeim voru sjö í futlu starfi við
árslok. Tveir starfsmenn voru í 50% starfi og einn í 75% starfi. Þrír verkefnaráðnir
starfsmenn unnu einn mánuð hver í 100% starfi. Einn starfsmaður vann í 75%
stöðu þar til í mars en eftir það í 100% stöðu. Stjórn Orðabókarinnar skipa þrír
fulttrúar og einn tit vara.
202