Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Side 220
og Veðurstofuna. Meginviðfangsefni Háskólasetursins eru rannsóknir á sviði
landmótunar, loftslagsbreytinga og sambúðar manns og náttúru, aukýmissa
verkefna sem stuðla að auknu samstarfi Háskóla íslands og heimamanna, t.d. í
ferðamálum. í samvinnu við Skaftárhrepp og Kirkjubaejarstofu er nú verið að
stækka starfssvæði setursins þannig að það nái einnig yfir Skaftárhrepp.
Forstöðumaður er Þorvarður Árnason sem tók við af Rannveigu Ólafsdóttur í
upphafi árs 2006.
Stjórn setursins skipa fulltrúar þeirra sem að rekstrinum koma.
Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði var stofnað á árinu 2004 og er vettvangur
fyrir samstarf Háskóla íslands við sveitarfélög á Suðurnesjum. Háskólasetrið
hefur notið mikils stuðnings frá Sandgerðisbæ og er í sama húsi og Rannsókna-
stöðin í Sandgerði. Náttúrustofa Reykjaness og Fræðasetrið. sem erá vegum
Sandgerðisbæjar. Háskólasetrið stundar einkum rannsóknir á sviði sjávarlíffræði,
á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur og verkefni tengd fisksjúkdómum.
Setrið nýtur samstarfs og nálægðar við Rannsóknastöðina í Sandgerði sem er
samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis. Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræði-
stofnunar íslands, Sandgerðisbæjar og Háskóla (slands en meginverkefni
Rannsóknastöðvarinnar hefur verið verkefnið Botndýr á Islandsmiðum (BIOICE),
sem hófst árið 1992.
Forstöðumaður er Guðmundur V. Helgason.
Stjórn Háskólasetursins skipa fulltrúar þeirra sem að rekstrinum koma. Jörundur
Svavarsson. fulltrúi Háskóla íslands, er formaður stjórnar.
Háskólasetrið í Hveragerði tók til starfa í júlí 2000. Helstu viðfangsefni þess eru á
sviði hvera og hveralíffræði. vatnamengunar og vatnavistfræði og hagnýtrar
örverufræði. auk sviða sem tengjast starfsemi. staðháttum eða aðstæðum á
svæðinu. í setrinu er m.a. bókasafn og rannsóknastofa sem geta nýst gestkom-
andi vísinda- og fræðimönnum. Fræðasetrið í Hveragerði er samstarfsverkefni
Háskóla íslands, Hveragerðisbæjar, Landbúnaðarháskóta ístands (áður Garð-
yrkjuskóla ríkisins), Rannsóknastofnunarinnar Neðra-Ási, Prokaria ehf.. Sunn-
tenskrar orku og Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstöðumaður erTryggvi Þórðarson.
Stjórn setursins skipaði árið 2006 fulltrúar þeirra sem að rekstrinum koma.
Rannsókna- og fræðaseturíVestmannaeyjum varstofnað 1994. í
Rannsóknasetrinu eru unnin fjölbreytt rannsóknaverkefni í samstarfi við
atvinnulífið í Vestmannaeyjum og innlendar og ertendar rannsókna- og
háskólastofnanir. Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá hagnýtum rannsóknum í
tengstum við atvinnulífið í Eyjum til fræðitegra rannsókna á tíffríkinu í og við
Vestmannaeyjar. Einnig hefur Setrið haft umsjón með ýmiss konar
kennstuverkefnum, t.d. í fjarnámi, staðbundnu námi og almennri fræðslu. Góð
kennstu- og rannsóknaaðstaða er í Setrinu og aðgangur er að tveimur
rannsóknabátum. Friðriki Jenssyni, 10 tonna Gáskabát. og harðbotna Avon-
mótorbát.
Forstöðumaður er Pátl Marvin Jónsson.
Stjórn Samstarfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyjabæjar er skipuð
futltrúum frá Vestmannaeyjabæ. Háskóla íslands. útibúi Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum, útibúi Hafrannsóknastofnunar í
Vestmannaeyjum. Náttúrustofu Suðurlands og fiskvinnslu og útgerð í
Vestmannaeyjum.
HáskólaseturSnæfellsness í Stykkishólmi var stofnað 2006. Það er tit húsa hjá
Náttúrustofu Vesturlands og rekið í samstarfi við hana og með stuðningi
Stykkishótmsbæjar. Sérstök áhersta er á náttúru Snæfellsness og Breiðafjarðar,
einkum fugta. Verkefni sem fengist ervið eru áhrifaþættir á stofnstjórnun
farfugla, varptíffræði og atferlisfræði sandtóu. mat á varpárangri hánorrænna
varpfugla og atferli æðarfugls.
Forstöðumaður er Tómas Grétar Gunnarsson.
218