Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 245
nýting á því húsnæði sem til útleigu er og raunar skortur á húsnæði tit leigu til
fyrirtækja. Nýr aðili tók við veitingarekstri í Tæknigarði á árinu. en lítið var um
breytingar á leigjendum. Tækniþróun hf. á hlut í þremur sprotafyrirtækjum og
sátu starfmenn Rannsóknaþjónustunnar áfram í stjórnum þeirra. Stefnt var að
aukningu á hlutafé Tækniþróunar á árinu til þess að fyrirtækið geti tekið virkan
þátt í uppbygginu um 10 fyrirtækja á hverjum tíma. Því miður gekk sú
hlutafjáraukning ekki eftir.
Jákvæð rekstrarafkoma og mikil umsvif
Fjárhagslega gekk rekstur stofnunarinnar vel á árinu 200ó og voru rekstrartekjur
talsvert hærri en gjöldin. Var það ánægjulegur viðsnúningur, en árin tvö á undan
höfðu útgjöld verið hærri en tekjurnar. Munar þar miklu um gengisþróun, en
umtalsverður hluti tekna stofnunarinnar er í evrum.
Á heildina litið var árið 2006 bæði viðburða- og árangursríkt í starfi Rannsókna-
þjónustunnar og þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur umsjón með. Þau verkefni
sem Rannsóknaþjónustan hefur tekið að sér að reka gengu almennt vel á árinu
2006. í árslok var verkefnastaða stofnunarinnar traust: fyrir liggur framtíðarsýn til
næstu fimm ára, þjónustusamningur við Háskóla íslands og samningar um hlut
Rannsóknaþjónustunnar í nýju umhverfi samstarfsáætlana ESB sem hófust í
ársbyrjun 2007.
Það er því bjart fram undan og mikill hugur í starfsfólki að efla þá þjónustu sem
stofnunin veitir og taka virkan þátt í að ná þeim markmiðum sem Háskóli íslands
hefur sett sér til næstu ára.
Veffang Rannsóknaþjónustu Háskólans er www.rthj.hi.is.
Reiknistofnun Háskóla íslands
Reiknistofnun Háskóla íslands (RHÍ) sér um uppbyggingu og rekstur upplýsinga-
kerfa og símnets Háskóla íslands í umboði háskólaráðs. Rekstur stofnunarinnar
gekk vel á árinu 2006. Fjárhagsleg afkoma var viðunandi miðað við miklar fram-
kvæmdir á árinu sem lýst er hér að neðan. í stjórn voru Þórður Kristinsson
stjórnarformaður, Fjóla Jónsdóttir, dósent í verkfræði, Guðmundur B. Arnkelsson.
dósent í félagsvísindadeild, Gunnar Hjálmarsson. prófessor í raunvísindadeild. og
Sóley Bender. dósent í hjúkrunarfræðideild.
Starfsemin
Lítil hreyfing vará starfsmönnum RHÍ á árinu 2006. Jóhann T. Maríusson og Daði
Freyr Ólafsson verkfræðinemi unnu hjá stofnunni í tímabundnum störfum. Ný-
ráðningar voru fáar. Hjá Notendaþjónustu var ráðinn Jóhannes Páll Friðriksson.
stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og frá Iðnskólanum í Reykjavík. Etfa
Eyþórsdóttir sem starfaði áður hjá Menntaskólanum í Kópavogi lauk árið 2005
BA-prófi frá Háskóla íslands í bókasafns- og upplýsingafræði. Áður stundaði hún
nám í Kennaraháskóla íslands. Til hugbúnaðarþróunar var ráðinn Ari Bjarnason,
tæknistúdent frá Iðnskólanum í Reykjavík. og frá miðjum desember tilheyrir
Jóhann T. Maríusson deildinni.
Stofnun skiptist í fjórar deildir. hugbúnaðarþróun. kerfisþjónustu. netdeild og
notendaþjónustu. Reiknistofnun hefur þrátt fyrir sveiftukenndar breytingar verið
einstaktega lánsöm með starfsfólk og byggir á sterkum kjarna sem hefur þjónað
Háskólanum dyggilega á liðnum árum. 26 starfsmenn starfa nú í futlu starfi hjá
RHÍ fyrir utan sumarfólk og verkefnafólk. Aukningin er um einn í hugbúnaðar-
þróun en hann kemst ekki fyrir þar. Mikit ánægja er með þjónustuborð RHÍ á
fyrstu hæð íTæknigarði. Starfsmenn Reiknistofnunar koma einnig að rekstri
Rhnets hf. og sitja í stjórn Rhnets hf. (Rannsókna og háskólanet Islands). Fsnets
(Net framhaldsskóla og símenntunarstöðva) og NORDUnet A/S (Samtenginet
Norðurtanda) fyrir hönd Háskóla íslands. Eins og áður hefur komið fram er mjög
þröngt orðið um starfsemi Reiknistofnunar sem hefur búið við sama húsnæði
síðan 1989. Er nú ekkert ptáss ónotað. Ástandið er með öltu óviðunandi.
Hugbúnaðarþróun
Notkun Uglu hefur farið stigvaxandi og einstaklingar sem notað hafa hana á árinu
2006 eru ríflega 18 þúsund. Þrír skólar nota kerfið og eru þeir auk Háskóla
ístands Kennaraháskóti ístands og Endurmenntun Háskóla íslands. Fjöldi inn-
skráninga í Ugluna nátgaðist 10 milljónir í lok ársins. Vefmælingar í október 2006
benda til þess að notendur hafi aukið notkun sína í töluverðum mæti. Bæði skrá