Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Qupperneq 56
102
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
ur fengið hana greidda hjá dvalarsveit sinni, og telst hún
þá fátækrastyrkur veittur því foreldri, sem hefir van-
rækt framfærsluskylduna. 17. gr. flytur nýmæli handa
konunni. Hún heimilar henni, þegar hjón hafa slitið sam-
vistir, án þess að hafa fengið skilnaðarleyfi, að krefjast
þess, að valdsmaður banni eiginmanni hennar að raska
sameign þeirra, meðan þau eru óskilin að lögum. Eftir
núgildandi lögum hefir eiginmaður einn umráð yfir fé-
lagsbúinu, svo nýmælið færir konunni nauðsynlega rétt-
arbót, og mun einnig vera sett með hagsmuni barnsins
fyrir augum, því ekki skiftir það barnið litlu, að þess sé
gætt, að félagsbúi foreldranna verði ekki sundrað eftir
eigin geðþótta eiginmanns, áður en valdsmaður kemur
til að gæta réttar þess.
Jafnframt framfærsluskyldunni verður að geta u p p-
eldisskyldu foreldranna samkv. 11. gr., og gætir
þar mest f r æ ð s 1 u skyldunnar. Samkvæmt lögum nr.
59, 22. nóv. 1907, um fræðslu barna, er foreldrum gert
að skyldu að annast fræðslu barna til fullnaðs 10
ára aldurs, og er þar ákveðið, hvað bam á að hafa
numið á þeim aldri. Eftir þann tíma er foerldrum skylt
að koma börnunum til fræðslu í skóla, eða á annan hátt
að sjá um, að þau njóti þeirrar fræðslu, sem lögboðin er
undir fermingu. það varðar foreldra hegningu (sekta),
ef þau vanrækja fræðsluskylduna, og getur vanrækslan
leitt til þess, að barn verði tekið með valdi frá foreldr-
um, og því komið fyrir til fræðslu annarsstaðar, sbr. 1.
gr. fræðslulaganna og 49. gr. fátækralaganna.
pá verður að minnast hér á einn rétt skilgetins
barns gagnvart foreldi'um, en það er erfðaréttur
þeirra eftir foreldrin.
Frá fyi’stu tímum hafa ættingjar tekið fé eftir lát-
inn frænda. Er víst, að sá arfur, frændsemisarfur, hefir
uppranalega verið eina erfðaheimildin. Löngu síðar fóru
menn að geta ráðstafað eignum sínum eftir sinn dag,
svokallaður bréfarfur, sem kirkjan mun hafa innleitt, því
hún hafði gott lag á, að fá menn með þessu móti til þess