Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Qupperneq 12
10
;ægir saman fiski úr kalda og heita sjónum. Fyrir vestan marka-
ilinu þá, hérumbil undan Eystra Horni, sem skilur kalda og heita
rsjóinn, var sjávarhiti mikill síðastliðna vertíð. 27. apr. var mældur
hiti 8 sjm. suður af Hvanney, og reyndist hann 6.3 stig (á Celsius)
við yfirborðið, en 7.0 stig við botninn. Þar voru því ágæt skilyrði
fyrir hrygningu, og vildi svo vel til að hægt var að rannsaka það
atriði nokkuð. Sé öllum athuguðum fiski skipt niður í stærðarflokka,
■eins og gert er í töflunni, sem hér fer á eftir (5), og allir þeir
fiskar, sem voru að hrygna (þ. e. með rennandi hrognum og svil-
um), taldir í hundruðustu hlutum af öllum fiski í flokknum, kemur
Tafla 5. Þorskur, Hornaf., 1932. Hrygning (í °/0) eftir stærð.
Stærð cm. 27. apríl 2. maí
100+ 100 100
95—99 93 93
80—89 89 90
70—79 46 50
69-f- 14 20
Meðaltal 83 86
Fjöldi 266 145
Iþað i ljós, að stær-di fiskurinn var allui að hrygna, eftir að leið
að apríl-lokum, og að minnsta kosti fram í maí. í fiski, sem var
frá 80 — 100 cm. á lengd var minni hrygning, (89—93°/0) en þó
mjög mikil, og af miðlungsstórum fiski (70—80 cm.) hrygndi hér
um bil helmingur. Á hinn bóginn hrygndi lítið af smæzta fiskinum,
hann hefir auðsjáanlega varla verið kynþroska, nema lítið eitt af
honum.
Tafla 6. Þorskur, Hornaf., 1932. Hrygning 27. apr., eftir aldri.
Aldur, vetra 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16
Fjöldi 19 6 11 133 17 7 22 8 13 30
Fjöldi að hrygna 3 3 8 114 16 7 21 7 13 29
Fjöldi að hrygna í % 16 50 73 86 94 100 96 88 100 97
Af þessu má strax ráöa, að gamli þorskurinn hafi verið hér
að verki, enda kemur það í ljós, þegar rannsakað er hve margir
hundruðustu hlutar af fiski á ýmsum aldri vóru að hrygna þarna
<(6). Af yngsta fiskinum, 7 vetra og yngri, hrygndi lítið, aðeins 16°/0.