Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 16
14
c. Hængar og hrygnur. Með tilliti til kynferðis voru rann-
sökuð tæp 3000 af þorski, bæði neta- og lóðafiski. Eftir því, sem
gullsmiður Gísli Lárusson sagði mér, er vanalega meira af hrygnum
framan af vertíðinni, en í marz fer það að breytast, og upp frá
því er alla jafna meira af hængum. Um þetta bar Helga Bene-
diktssyni, útgerðarmanni mjög vel saman við Gísla. Hvað hann
heldur meira af hrygnum í janúar, og miklu meira af hrygnum en
hængum í febrúar. Síðan breyttist þetta, og eftir að komið væri
fram undir apríl-byrjun, yrði rneira um hænga, en þó gætu komið
»göngur« af hrygnum.
Eftirfarandi tafla gefur greinilegt yfirlit yfir fjöldahlutfallið á
milli hænga og hrygna í lóða- og netafiski veiddum í Vestmanna-
eyjum á síðustu vertið. í stærsta fiskinum, sem veiddist á lóð, var
hrygnufjöldinn alltaf yfirgnæfandi. Mestur var hann í febrúar (90°/0)
en fór úr því minnkandi þangað til í miðjan apríl (70°/0), og helzt
nokkurn veginn jafn úr því. í öllum hinum stærðarflokkunum (af
lóðafiski) nema þeim minnsta, náði hrygnufjöldinn hámarki byrj-
aðan marzmánuð, og einn af flokkunum (90—99 cm) náði öðru
hámarki í miðjan apríl. í smæzta lóðafiskinum var aftur á móti
hængafjöldinn langsamlega yfirgnæfandi fyrst á vertíðinni. Síðan
fór honum hnignandi þangað til í miðjum apríl, er hrygnufjöldinn
var orðinn rúmlega 57°/0, en úr því fækkaði hrygnum aftur, og
hængafjöldinn fór vaxandi.
í netafiskinum var yfirleitt miklu meira af hængum en hrygn-
um í apríl, og miklu meira af hængum en verið hafði í lóðafisk-
inum. Fyrst í maí fór að komast jafnvægi á, þá var orðið nærri
þvi jafnt af hængum og hrygnum, þó heldur meira af hængum.
Tafla 9. Þorskur. Vestmannaeyjum, 1932. Fjöldi hrygna 1 °/o.
af öllum afla.
Lengd Lóð Net
cm 18. febr. 2. mars 13. apr. 17. apr. 3. maí 14. apr. 2. mai
100 + 90.5 85.0 70.0 75.0 70.5 14.0 39.5
90—99 56.5 80.5 68.0 70.0 51.0 9.3 42.0
80—89 46.0 73.0 59.5 44.2 56.5 6.6 52.0
70—79 33.0 62.5 60.6 37.0 50.0 0.0 0.0
69 -5- 22.0 38.5 57.1 16.7 25.0 0.0 0.0
Meðalt. 49.5 72.5 62.5 45.5 56.0 8.5 42.6
Fjöldi 570 992 508 200 200 301 200