Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 23
21
Tafla 13, Þorskur, Keflavik, 1932. Yfirlit yfir gögn.
Timi Kvarnað Kynjað Mælt Samtals
22.—24. febúrar . . . 200 500 500 1200
9.—11. marz .... 200 500 500 1200
7.-8. apríl 150 500 650
26.—28. apríl 200 500 500 1200
10.—12. mai 200 500 500 1200
Samtals 950 2500 2000 5450
b. Stærð. Þegar öllu er á botninn hvolft, helzt stærðin á
Keflavíkur-fiskinum miklu jafnari alla vertíðina, en verið hafði í
Vestmannaeyjum og á Hornafirði. Af 100 cm stórum fiski var
yfirleitt mjög lítið, nema helzt í byrjaðan apríl, og það sama var
að segja um næsta stærðarflokk fyrir neðan (95—99 cm) enda
þótt nokkuð meira bæri á fiski af þeirri stærð þegar leið á ver-
tíðina. Af 90—95 cm löngum fiski var talsvert misjafnt, minnst var
af honum í febrúar, en mest í byrjaðan apríl. Á hinn bóginn var
alltaf nokkurnveginn jafn-mikið af 85—89 cm fiski, þetta frá 16 og
uppí 21%. Af fiski, sem var 75—84 cm á lengd, var langmest
fyrst, en fór svo minkandi, og náði lágmarki fyrst í apríl, en óx
svo nokkuð aftur, og helzt úr þvi, það sem eftir var vertíðar. Tals-
vert bar einnig á smærri fiski, alla vertíðina (sjá 8 yfirlit)
c. Hængar og hrygnur. Þegar á alt er litið, var lítið eitt
meira um hrygnur en hænga fyrst á vertíðinni (57.5%), og úr þvi
fór hrygnufjöldinn smá-vaxandi. Hann náði hámarki sínu fyrst i
apríl, og var þá 65.5%, helzt þannig út allan mánuðínn, en stór-
lækkaði svo skyndilega niður i 28.5%. Eftirfarandi tafla gefur
greinilegt yfirlit yfir hvernig ýmsir stærðarflokkar tóku þátt í
þessum sveiflum.
Tafla 14. Þorskur, Keflavík, 1932. Fjöldi hrygna í
% af öllum afla.
Lengd 22.-24. febr. 9.—11. marz 7.-8. apr. 23.-28. apr. 10.—12. maí
100 + 89.0 86.0 66.0 94.0 44.5
90—99 78.0 80.0 74.5 75.5 28.0
80—89 64.0 58.0 65.0 68.0 27.5
70—79 49.0 49.0 60.0 58.0 32.5
69 -f- 33.0 680 53.0 46.5 9'5
Meðaltal 57.5 60.5 65.5 65.5 28.5