Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 26
24
9. yfirlit. Þorskur, Keflavik 1932. Aldur (frh.)
Árg. 1929 1928 1927 1926 1925 1924 1923 1922 1921 1920 1919 1918 1917 1916 -1-
Aldnr vetra 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16' +
d. Aldur. Einkennilegt fyrir Keflavikuraflann var það, að þar
bar sama og ekkert á fiski yngri en 8 vetra og eldri en 10 vetra.
Alla vertíðina voru þrír árgangar yfirgnæfandi í aflanum, netni-
lega 8, 9 og 10 vetra gamall þorskur (árg. frá 1922, 1923 og
1924). í febrúar bar þó frekar lítið á 8 og 10 vetra fiski, en 9
vetra fiskurinn var gjörsamlega yfirgnæfandi. í marz hafði bæði 8
og 10 vetra fiskurinn færst mjög í aukana, svo að hlutfallslega
minna bar þá á 9 vetra fiskinum, enda þótt hann væri ennþá
heldur sterkari en nokkur annar árgangur. Fyrst í apríl hafði 10
vetra fiskurinn sigrað alla aðra árganga, var þá kominn upp í
37.4°/0 af öllum afla, og næst honum gekk þá 8 vetra fiskurinn,
svo að 9 vetra fiskurinn var sá þriðji í röðinni. Síðast í apríl var 10
vetra fiskurinn sterkastur af þessum þremur miklu árgöngum,
næst honum kom þá 9 vetra fiskurinn, sem aftur hafði sigrast
á 8 vetra fiskinum, en hann kom sem sá þriðji í röðinni (sjá 9. yfirlit).