Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Qupperneq 33
31
Tafla 18. Þorskur. Bolungavík 1932.
Hrygnufjöldi (í °/0 af öllum fiski).
Stærð 19. febrúar 15. marz 22. april 2. maí
100+ 50.0 85.<' 79.0 76.0
90—99 71.5 76.0 76.0 80.5
80—89 63.0 67.0 66.0 64.0
70—79 42.5 48.0 61.5 46.5
69-f- 43.5 49.0 52.6 36.0
Meðaltal 51.5 64.0 52.0 55.0
d. Aldur. 19. febrúar voru eftir þvi, sem séð varð af aldurs-
rannsóknunum, aðeins fimm árgangar í aflanum, nefnilega 7., 8.,
9., 10. og 13 vetra gamall þorskur. Af 13 vetra fiski var þó sama
og ekkert, af 10 vetra fiski lítið, en 9 vetra fiskur var gjörsamlega
yfirgnæfandi. í marz var komin talsverð breyting á. Þá voru fjórir
aðal-árgangarnir orðnir nokkuð jafnir (7—10 vetra fiskur), nokkuð
meira bar þá á eldri fiski, enda þótt ekkert veiddist af honum
að ráði, og fjórir yngri árgangar voru farnir að skjóta upp kollin-
um (3—6 vetra fiskur). Síðast í apríl hélzt þessi samsetning aflans
nokkurn veginn óbreytt, nema hvað 8 vetra fiskurinn var þá orð-
inn sterkastur og 7 vetra fiskurinn að mestu leyti horfinn (12.
yfirlit).
e. Hrygning. Þótt merkilegt megi heita, virðast líkur mæla
með því að nokkur hrygning hafi farið fram í Djúpinu þegar i febr.
I mælingu þeirri, sem þá var gerð, var athugað hvaða fiskar af þeim,
sem rannsakaðir voru, voru með rennandi hrognum og svilum, og
sýnir eftirfarandi tafla (19) árangurinn af þeirri rannsókn. Sé litið
á aftasta dálk töflunnar, verður það ljóst.að mest hefir hrygnt af
smæsta fiskinum (meðaltal ll.l°/0) og enginn fiskur lengri en 80
cm hefir hrygnt á þessum stað og tima. Fiskurinn, sem var að
hrygna, var 7—9 vetra að aldri. Af 7 vetra fiskinum hrygndi 11.5°/0
af 8 vetra fiskinum 11.1 °/0 og af 9 vetra fiskinum aðeins 5.8°/0.
Þegar á allt var litið, taldist svo til, að 12. hver fiskur væri að
hrygna (8.5°/0).