Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 42
40
Eftirfarandi tafla gefur greinilegt yfirlit yfir aflann í ýmíjum mán-
uðum, af 8, 9 og 10 vetra fiski, eldri fiski og yngri fiski. Þegar á
alt er litið, bar mest á gamla fiskinum í marz, maí og júní, en á
unga fiskinum í apríl, og svo eftir að kom fram í júlí—ágúst, en
mest var um hann i október. Þremenningarnir frægu, sem sköpuðu
megnið af fiskimerðinni á árinu, víðast við strendur landsins,
mynduðu einnig megn aflans á Norðfirði. Reyndar bar þar minna
á 9. vetra fiskinum en víða annars staðar, en hinir árgangarnir
tveir bættu það upp. (Sjá 30. töflu).
Tafla 30. Þorskur. Norðfjörður 1932.
Yfirlit yfir aldurinn.
Aldur 22. marz 19. apríl 11. inai 7. júní 7. júli 10. ág. 8. sept. 7. okt.
11 V.+ 36.4 6.9 46.1 23.2 8.5 5.6 6.2 4.2
8-10 V. 59.1 64.0 47.5 69.0 79.6 74.1 66.3 63.4
7 V. -r- 4.5 29.1 6.4 7.8 11.9 20.3 27.5 32.4
Samt. 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0
e. Aflamagn. Alla mánuðina fékk ég nokkrar skýrslur um
aflamagn, nema í júlí og október. í marz var aflamagnið 137 fisk-
ar (að meðaltali á 1000 öngla), en í apríl var það komið upp í
308. Stafaði það mestmegnis af því, að 8 vetra fiskurinn hafði sex-
faldast að tölu, en 10 vetra fiskurinn fjórfaldast. Á hinn bóginn
hafði elzti og yngsti fiskurinn gengið burt. í maí var aflamagnið
aftur komið niður í 194, því fækkað hafði í öllum árgöngum, nema
í elzta fiskinum, sem hafði fjórfaldast að tölu. Þetta aflamagn helzt
nokkurn veginn óbreytt í júni, því enda þótt nokkuð af fiski síaðist
burt úr sumum árgöngunum, bættist öðrum að sama skapi. í ágúst
var aflamagnið komið niður i 100, því fiskur af öllum aldri hafði
gengið burt, nema af yngsta fiskinum, sem ofurlítið hafði bæzt. í
september var aflamagnið stigið nokkuð aftur enda hafði þá komið
nokkuð af ungum fiski og 8 vetra fiski á miðin. (Sjá 31. töflu).
Tafla 31. Þorskur. Norðfjörður 1932. Aflamagn.
Aldur 22. marz 19. april 14. maí 7. júní 10. ág. 8. sept.
7. v. -1- 6 91 12 15 20 36
8. v. 10 60 5 60 48 61
9. v. 19 30 6 11 6 3
10. v. 53 106 82 60 20 23
11. v. + 49 21 89 44 6 8
Samt. 137 308 194 190 100 131