Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 46
44
fiski á S.-köntum og Húnaflóaál og af 10 v. fiski hefur verið lang-
mest á Suður-köntum, á fiski, eldri en 10 vetra hefur alstaðar
borið lítið.
Tafla 35. Aflamagn af þorski á ýmsum aldri, miðað við fjölda.
fiska veidda á einum togtima að meðaltali, maí 1932.
Aldur Suðurkantur Hóll, ísafj.dj. Hornbanki Húnaflóaáll
6-f- 16 116 269 139
7 118 21 112 38
8 306 69 164 310
9 269 70 38 124
10 695 67 8 120
11 + 28 3 4 20
Samtals 1432 346 595 751
10. Aflamagn o. fl.
Mikil áherzla hefur verið lögð á það, að öðlast nokkurn veg-
inn góðar upplýsingar um aflamagn, miðað við fyrirhöfn, en á þanm
hátt einungis verður sagt nokkuð um fiskimagnið í sjónum. Hvar-
vetna hef ég reynt að safna skýrslum um aflamagn, þ. e. a. s.
fjölda fiska veiddan, miðað við ákveðna fyrirhöfn, en eigi hefur
það gengið sem skyldi, sem varla er við að búast, þar sem fyrst
var reynt að safna slíkum skýrslum í ár. Vinna sú, sem lögð er á
fiskimenn við söfnun slíkra skýrslna, er í því fólginn að gera grein^
fyrir: a) hve mörg þúsund öngla var dregið í róðrinum, hve togað'
var í margar klukkustundir á staðnum eða hve mörg net voru
lögð og b) hve margir fiskar fengust i róðrinum eða á staðnum.
Það mætti nú virðast, að auðvelt væri að gefa þessar upplýsingar,.
og ekki ættu þær að kosta mikla vinnu, því sérhver skipstjóri mun
vita hve mörg bjóð eru beitt, og hve margir önglar eru i hverju
bjóði (a. m. k. nokkurn veginn) hve mörg net voru lögð og hve
marga tíma skipið var að veiðum á þessum og þessum stað ef
um togara er að ræða. Það sem alt strandar á, er það að telja
fiskinn, en ekki ætti það að valda miklum erfiðleikum, þar sem
hver fiskur fer oft í gegn um hendur.
Enda þótt miður hafi tekist til um söfnun skýrslna um afla-
magn, get ég þó gefið nokkurar upplýsingar um fiskimagnið á
ýmsum stöðum við landið og á ýmsum tímum ársins. Læt eg þvíi
J