Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 51
49
Langmest af síldinni var sumargotssíld, en lítilsháttar var inn-
anum af ungsíld, sem auðséð var að ekki myndi gjóta á árinu. Sú
síld var mun smærri en hin þroskaða sumargotssíld, enda þótt
einnig hún væri mjög smá. Ungsíldin nam: 22. maí 9.4°/0, en 31.
maí 6.4% af allri þeirri síld, sem rannsökuð var. Meðallengdin á
henni var 1—2 cm minni en á allri síidinni.
b. Austfirðir. Við Austfirði veiddist óvenjulega mikið af síld
a árinu. Vil ég hér taka 4 sýnishorn sem dæmi.
Meðalstærðin á síld, sem veiddist á Hellisfirði 27. jan. í snyrpi-
nól, var 22.94 cm. í henni var um 2% af hafsíld (30 cm á lengd
og stærri), megnið var því míllisíld og smásíld. Langmestur hluti
sildarinnar var 4 og 5 vetra gamall (54°/o og 37°/o), en hitt var 3
og 8 vetra síld (8°/0 og 1%). Meðallengdin eftir aldri, var sem
hér segir:
3 vetra: 18.50 cm.
4 — 22.17 —
5 — 24.54 —
8 — 26.50 —
Annað sýnishorn fékk ég frá Hellisfirði, sú sild hafði veiðst
3 febr. Eins og vænta mátti var hún í öllu mjög lík sildinni í fyrra
sýnishorninu, bæði um stærð og aldur.
Mikinn hluta sumars veiddist talsvert af síld á Austfjörðum.
Fekk ég nokkur gögn til rannsókna frá Eskifirði. Samtals mun hafa
veiðst um 1200 tn., en þar af voru saltaðar 1084 tn., hitt var mest
stór sild, sem mikið var fryst af. Síldin var flokkuð eftir stærð, og
taldist svo til að af annari stærðinni hafi farið um 600 í tunnuna,
og nam tunnufjöldinn af henni ca. 40% af öllum tunnufjöldanum,
en af hinni sildinni fóru um 900 í tunnuna, og sú síld nam ca.
50%, og mun síld sú, sem fryst var eða ekki var hirt, hafa numið
10%. Sé gert ráð fyrir, að af stóru síldínni, sem fryst var, myndu
hafa farið 400 í tunnuna, verður niðurstaðan þessi:1)
120 tn. 400 stk. í tunnuna, eða 48000 síldar samtals.
480 - 600 — - — — 288000 — —
__ 600 - 900 — - — — 540000 — —
Samtnls: 1200 tn. 876000 sildar.
Af síld þessari fékk ég á fimmta hundrað hingað suður til
rannsókna, en því miður var sildin illa til reika þegar hingað kom,
') Hér er gert ráð fyrir tveimur aðal-stærðum af saltaðri síld.
4