Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Qupperneq 56
54
Lengd og þungi. Þegar um hafsíld er að ræða, er það talið
láta nærri, að þunginn, reiknaður í grömmum, sé tíu sinnum sú
tala, sem tiltekur Iengdina í cm. Sé t. d. einhver síld 35 cm á
lengd, ætti þunginn eftir þessu að dæma, að vera 350 grömm.
Þessi regla er þó ekki alveg nákvæm, og kemur þar tvennt til
greina. Fyrst og fremst er síldin þyngri í hlutfalli við lengdina,
því stærri sem hún er. Því við hvern cm, sem við lengdina bætist
eykst einnig þykkt og hæð síldarinnar, en þar sem þyngdin er ekki
einungis háð lengdinni heldur einnig þykktinni og hæðinni, leiðir
það af sjálfu sér, að þyngdin, mæld í grömmum, eykst örar en
lengdin, mæld í cm. í öðru lagi ber þess að gæta, að fitumagn
síldarinnar er æði mismunandi, en eftir því breytist þyngdin, þótt
lengdin sé sú sama. Ef lengdin er þekkt, má reikna út þyngdina,
eftir þessari reglu:
þar sem g táknar þyngdina í grömmum, I lengdina mælda í cm
og k er tala, sem breytist með holdafarinu, og þá h'klega einkum
fitunni. Til þess að finna k, sem við getum nefnt fitutöluna, fyrir
íslenzku síldina við Norðurland, mældi eg og vóg nokkuð af síld, og
þar sem bæði g og 1 var þekkt, fann ég k með útreikningi þannig
eftir reglunni:
k _ ms
K- ]3
Eftirfarandi tafla sýnir árangur þessara rannsókna. Rannsakað-
ar voru 800 síldar, sem veiddust á Haganesvík, 5. ágúst. Síldarnar
voru fyrst mældar með nákvæmninni hálfur cm, og síðan var öll-
um síldum af sömu stærð, kastað í sérstakan bala. Þegar mæling-
unni var lokið, voru síldarnar í hverjum bala vegnar í einu lagi,
þunganum deilt með fjölda síldanna í balanum, og þannig fundinn
meðalþyngdin á hverri síld í hverjum stærðarflokki. Þegar heim
var komið, var fitutalan, k, reiknuð út, og var hún, eins og séð
verður af töflunni, frá 0.76 uppí 0.80. Stærst var hún í smæztu
síldinni.