Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Side 58

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Side 58
56 Tafla 45. Millisild, veidd á Skagafirði, 27. júli, 1932. Meðalþyngd i gr. miðað við lengd í cm. Lengd Fjöldi Meðalþyngd K. 28 1 190 0.87 27 1 160 0.81 26 4 149 0.85 25 7 126 0.81 24 10 128 0.93 23 10 99 0.81 22 22 86 0.81 21 33 75 0.81 20 12 63 0.79 100 120 0.83 2. Áturannsóknir. Áturannsóknirnar snerust einungis um sild, sem veiddist á Siglufirði. Eins og 1931 voru þær gerðar með því móti, að teknir voru magar úr síld, ca. 10—20 magar úr hverjum farmi, sem rann- sakaður var, og hver magi var rannsakaður fyrir sig, til þess að' komast fyrir um átumagnið mælt í teningscm, og hlutfallið á milli Ijósátu og rauðátu. Síðan var tekið meðaltal af átumagninu í öll- um mögunum. í öðru lagi var tekið meðaltal af átumagninu í allrii þeirri síld, sem veiddist á svipuðum stað (t. d. Skagafirði) og svip- uðum tíma (t. d. 1.—10. ágúst), til þess að fá betra yfirlit, og losai meðaltölurnar við villur, sem stöfuðu af tilviljun. Samtals vorui rannsakaðir ca. 2000 magar. Öllum síldveiðastöðvunum var skipt niður í svæði, eins og sýnt er á töflunum, sem á eftir koma, og meðalátumagnið á hverju svæði var fundið. Þá var öllum sild- veiðatímanum skipt niður í 10 daga bil, og eru bilin í töflunum nefnd júlí 3 (21—31. júlí), ágúst 1 (1—10. ágúst) o. s. frv. Loks var snyrpinótasíldin rannsökuð fyrir sig, og reknetasíldin fyrir sig.. a. Átumagnið í snyrpinótasild. Rannsóknirnar ná yfir tíma- bílið frá 20. júlí til 10. sept. Síðast í júlí var átumagnið yfirleitt 5> ccm, en mest var um átu í Eyjafirði, þar var átuhámark, sem nam 6.4 ccm. Fyrst í ágúst var áta yfirleitt minni, (3.7 ccm), og þá var átuhámark á Grímseyjarsundi, líklega það sama og verið hafði íi Eyjafirði, dagana á undan. Úr þessu fór átumagnið að vaxa, og það allört (sbr. 46 töflu), því um miðjan ágúst virtist koma nýtt átuhámark að vestan inn á Húnaflóa. Átumagnið á öllu svæðinui náði hámarki síðast i ágúst, var þá 9.2 ccm, enda nam þá Húna-

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.