Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 62
60
Sé spurt um hversu mikið átumagn var í reknetasíldinni, í
hlutfalli við átum. í snyrpinótasíldinni, verður því svarað með því
að tilgreina, hve mörgum af hundraði fyrri talan nemur, miðan við
þá siðari, á sama stað og sama tíma. Tafla 48 sýnir að átum. í
reknetasíldinni hefur jafnaðarlega numið 28°/0 af átumagninu í
snyrpinótasíldinni, og verið hlutfallslega meira framan af tímanum
en seinni partinn.
c. Átumagn og aílamagn. Af þvi, sem að framan er greint,
er það augljóst, að átumagnið er harla breytilegt, eftir því, um
hvaða stað og tíma er að ræða. Nú er spurningin, stendur átu-
magnið í beinu sambandi við aflamagnið, þannig að mest veiðist
þar, sem mest er áta? Þetta atriði er feikna þýðingarmikið, því
reynist átumagnið í sjónum að vera mælikvarði á aflamagnið, þá
geta áturannsóknirnar gefið upplýsingar um það, hvar leita skuli
síldar. Lítum nú á töfluna, sem hér fer á eftir og yfirlitið, þar sem
sýnt er sambandið á milli þessara tveggja liða. Skipti maður öllum
þeim síldarförmum, sem í land komu á Siglufirði, og rannsóknirnar
náðu til, niður í flokka, eftir því, hversu mikið veiddist að meðal-
tali (mælt í tunnum), kemur í ljós, að eftir því, sein aflinn vex,
vex einnig átumagnið.
Tafla 48. Átumagn í reknetasild i °/0 af átumagni i snyrpi-
nótasild á sama stað og tima, Norðurland 1932.
Tímabil Hag.og Sigl. Eyjafj. Meðalt.
JÚlí 3. 28°/0 (28)
Ágúst 1. ^O o CO 10°/0 28
(46) 19