Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 64

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 64
62 því, hversu mikil áta er í síldinni, verður útkoman harla lík. Þar sem átumagnið var 0—4 ccm, hafa að jafnaði veiðst 180 tn. Þar sem það var 8—12 ccm, hafa veiðst 225 tn, og þar sem það var 16 ccm og meira, veiddust að meðaltali 400 tn. Þetta sýnir, að' eftir því, sem átan er meiri, á einhverjum stað, veiðist þar meira af síld, að minnsta kosti er það reglan. Tafla 49. Yfirlit yfir sambandið á milli átumagns i snyrpi- nótasild (ccm) og veiðimagnsins mældu í tunnum. 1. Átumagn, miðað við ákveðna veiði. Veiðimagn i tn. Átum. i ccm. Magafjöldi 0—199 4.2 456 200—399 5.1 383 400—599 9.6 94 2. Veiðimagn, miðað vlð ákveðið átumagn. Átum. i ccm. Veiðim. í tn. Magafjöldi 0—4 180 477 4—8 170 343 8-12 255 81 12—16 325 10 16+ 400 43 En frá þessari reglu eru margar undantekningar, eins og rannsóknirnar hafa oft sýnt og sannað. En af því leiðir, að þótt rannsakað sé átumagn í einum farmi, er engan veginn víst, að þa5 gefi rétta hugmynd um átumagnið á staðnum, þar sem sildin var veidd. Setjum nú t. d. svo, að sildin eti aðallega á ákveðnum tím- um dagsins. Yrði þá auðsætt, að alstaðar yrði mest áta á þeim tímum sólarhringsins, þegar sildin hefur rétt lokið við máltið sína,. en minnst, rétt áður en hún tæki til matar. Væri nú t. d. rann- sökuð síld frá tveimur stöðum, t. d. Húnaflóa og Skagafirði, og væri átumagnið á Húnafl. 6 ccm en á Skagaf. 4 ccm, gæti það þó hugsast, að meiri áta væri á Skagafirði en á Húnaflóa, nefnilega ef síldin, sem veidd var á Húnafl. var nýbúin að borða, en sú, sem á Skagafirði fékkst, ætlaði að fara til þess, þegar veiðin fór fram. Til þess að komast fyrir um þetta atriði, rannsakaði ég all- mikið af mögum, úr síld, sem veiðst hafði á sama stað og tíma, en á ýmsum tímum dagsins. í töflunni, sem hér fer á eftir, er út- i

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.