Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 67

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 67
65 að finna kjörhita (Optímalhita) rauðátunnar (og Ijósátunnar), en þegar hann er fundinn með fullri vissu, geta víðtækar hitamæling- ar skorið úr því, hvar leyta skuli síldar. Eins og nú standa sakir, veltur allt á því, að menn beri traust til þessara rannsókna, og sýni þeim skilning, því þá og því aðeins mun takast að afla þeirra gagna, sem að haldi geta komið. III. Aðrar rannsóknir. Nokkru hefur verið safnað af gögnum til svifrannsókna, en ekki unnist timi til þess að vinna úr þeim. Sama er að segja um hitamælingar og saltmælingar, því sem til er af rannsóknum frá árinu, er ekki svo langt komið, að hægt sé að skila því í þessari skýrslu. Þorkell Þorkellsson, forstjóri Veðurstofunnar, hefur látið rannsaka seltu fyrir mig, en skýrslur um þær rannsóknir, og yfir- Jitskort og töflur yfir hitann, verða að bíða, þangað til tóm vinnst til þess að vinna úr þeim. Vil ég hér gera grein fyrir tveimur smá- rannsóknum, sem ég hef gert á árinu, fjalla þær um samanburð á lóð og neti, og svo aldursákvarðanir á steinbít, 1. Samanburður á lóð og neti. Eins og að framan er greint, hef ég mælt aflamagnið á báta, sem veiða með lóð, sem fjölda fiska, veidda á 1000 öngla að meðaltali, en á báta, sem veiða með netum, mælist aflinn í fjölda fiska veidda í 10 net til jafnaðar. En sá er nú gallinn á gjöf Njarðar, að ekki er auðvelt að samræma þær upplýsingar um fiskimagnið, sem lóð og net gefa. Þess vegna hef ég gert nokkrar tilraunir, og útreikninga með þetta, en einnig til þess að kynna mér, hve stóran fisk netin veldu helzt. Eftir upplýsingum, sem hr. Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum hefur góðfúslega látið mér í té, eru net Vest- mannaeyinga þannig úr garði gerð. Möskvastærðin (Iegglengdin) er 10.5 cm (4 tommur), og i dýpt netsins (hæðinni) eru 22 möskv- ar þannig að dýpt netsins mæld i cm er um 230. Lengd slöng- unnar er um 113 m (60 faðmar), og þar sem fellingin er 50°/0, verður lengd netsins ca. 56.5 m (30 faðmar). Flatarmál hvers nets er því 130 fermetrar. Netin eru bundin saman í trossur, en í hverri trossu eru 12—18 net. Hver bátur mun vanalega hafa 3 trossur, en varla fleiri en 6, og sjaldan minna en tvær. 2—3. maí voru mældir 500 lóðafiskar, og 500 netafiskar, og skipt niður í 5-cm stærðarflokka eins og venja er til. Kom þá það i Ijós, sem reynslan hefur marg sýnt og sannað, að netafiskurinn er miklu stærri og miklu jafnari en lóðafiskurinn. Af lóðafiskinum 5

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.