Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 9
5
breytingar eru orðnar á búnaðarháttum vorum. Tím-
arnir heimta að margfalt fleiri bændaefni en nú á sér
stað — og getur átt sér slað með fyrirkomulagi því sem
nú er — fái þann undirbúning til stöðu sinnar að þeir
geti fært sér í nyt nýjungar þær í búskap og félagslífi,
sem þjóð vorri eru óumílýjanlega nauðsynlegar. Slíkir
bændaskólar þurfa að vera vel úr garði gerðir, en vér
höfum hvorki fé né menn til að halda þeim uppi á 4
stöðum í landinu, og er þá amtsskóla-hugmyndin fallin
með því.
Hin breytta stefna í búnaðarskólamálinu kom og
skýrt fram á aukaþinginu i 902, þar sem búnaðarmála-
nefndin í neðri deild lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að
skólarnir ættu að eins að vera 2, og væru landsins eign,
og því erum vér fylgjandi, og getum vitnað í ástæður
þess nefndarálits, það sem þær ná, nema hvað vér telj-
um rétt að landstjórnin hafi forráð skólanna, en eigi
Landsbúnaðarfelagið, þar sem skólarnir verða beint lands-
skólar; hitt segir sig sjálft, að stjórnin mundi í ýmsum
atriðum leita ráða hjá Landsbúnaðarfélaginu, að því er
skólana snertir, og í annan stað gæti hún haft félagið
sér til aðstoðar, og höfum vér í því efni sérstaklega
fyrir augum hina verklegu búnaðarfræðslu, sem að miklu
leyti verður að fá annarstaðar en á sjálfum skólunum
með hinu breytta fyrirkomulagi.
Að öllu þessu yfirveguðu áleit milhþinganefndin í
landbúnaðarmálinu sér skyit að koma fram með tillögur
til gagngerðra breytinga á búnaðarskólafyrirkomulagi
voru í þá átt, að skólarnir verði framvegis 2, annar á
Norðurlandi, en hinn á Suðurlandi, verði eign landsins
og fái fé sitt beint úr landssjóði, nema hvað upphæðirnar
úr jafnaðarsjóðunum, sem komu í stað búnaðarskóla-
gjaldsins gamla, leggist til þeirra/ og búnaðarskóla-
sjóðir þeir, sem enn eru til, gangi til stofnunar þeirra.
í annan stað vildum vér ganga svo frá, að skólarnir
verði sannnefndir bændaskólar fyrir sem flest bændaefni