Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 10
6
vor, en það teljum vér að náist bezt, með því, að fyrir-
komulagið, sem á er komið við skólann nyrðra, verði
að miklu tekið upp við báða bændaskólana.
Yér viijum þá fara nokkrum orðum um hinar ein-
stöku greinar:
Um 1. gr.
Vér teljum sjálfgefið að skólinn fyrir Suður- og
Vesturamtið verði áfram á Hvanneyri. Jörð sú iiggur á
fjórðungamótum, og með bátsferðum i Borgarnes eru
samgöngur gieiðar við Reykjavik. Á Hvanneyri hefir
miklu verið kostað til bygginga og nú siðast eftir brun-
ann reist mjög stórt og vandað skólahús. Aftur sjáum
vér enga leið til þess að sameiginlegur skóli fyrir Norður-
og Austuramtið verði til frambúðar hafður á Hólum.
Bændaskólinn á Norðurlandi, verður svo fljótt sem kostur
er á, að flytjast í Eyjafjörð, og leggur sig alveg til þess
þjóðjörðin ICjar'ni, rétt inn af Akureyri. Þangað eiga
Austfirðingar mjög létt að sækja á sjó, en Akureyri er
enda-viðkomustaður margra skipa að austan, sem gerir
sjóferð stórum torsóttari þaðan til Skagafjarðar, auk
meiri fjarlægðar. Þá hefir sá staður auk margra annara
þæginda gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands fast
hjá sér til afarmikils gagns fyrir kensluna. Við það
bætist sá mikli sparnaður árlega, að naumast þyrfti
þá að launa sérstakan mann við gróðrarstöðina, þar
sem sameina mætti starfið við hana og Ræktunarfélag
Norðurlands við kennarastöðuna á Kjarna. Enn má
minna á það, að jarðabætur og landrækt mundi þar
hækka verð jarðarinnar mun betur en á Hólum, að-
drættir hægir, afurðasala betri o. fl.
Stjórnarráðið gaf oss kost á að kynna oss tillögur
sýslunefnda síðastliðið ár um almenn framfarafyrirtæki
héraðanna, og tókum vér oss til afnota útdrátt úr þeim
um alt það er varðaði landbúnaðinn, og er langræki-
legast rætt um búnaðarskólamálið í álitinu frá Eyja-
fjarðarsýslu. Álit það er samið af 5 manna nefnd, er