Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 12
8
ubum skilningi og auknum áhuga á lífsköilup sinni.
Yér kvíðum ^ví alls eigi að við það muni verða skort-
ur á verkstjórum við jarðabætur og velkunnandi verk-
mönnum til landbúnaðar, því að bæði er það að nú
fjölgar þeim stöðugt sem stunda verklegt búnaðarnám
erlendis í ýmsum greinum, og í annan stað sýnir þessi
stutta reynsla á Hólum, að auðgefið er að koma bænda-
efnum niður við verklegt nám hér á landi. Slíkum stöð-
um fjölgar ár frá ári hjá einstökum mönnum, og þá
eigi síður þeim færum til verklegs bUnaðarnáms, sem
upp koma við margskonar framfarafyrirtæki í landbiínað-
inum, styrkt af almannafé. Yér álítum það svo rækilega
sýnt og sannað að eigi þurfi hér að orðlengja um það,
að verklega kenslan er bezt komin, þar sem bUið er
til að bUa og lifa á því, og hUn þurfl að vera svo marg-
breytileg, að fásinna er að ætla öllum eitt og hið sama,
auk þess sem ómögulegt er að koma henni við á ein-
um stað með fjölda nemenda.
Benda mætti og erm fremur á það, að þegar nem-
endur við verklega námið vinna fyrir kaupi, sem fer
oftir atorku þeirra og ástundun, þá hefir það ómetanlega
góðar afleiðingar fyrir liugsunarhátt þeirra, borið sarnan
við matvinnungsfyrirkomulagið, sem verið hefir a skól-
unum hingað til, og gert piltana að ómögum.
Greinin ber það með sér að lýðháskólabragur á að
vera á bændaskóium vorum. Skólarnir eiga eigi síður
að vekja en fræða. Skortur á kenslubókum ræður og
um það, að kenslan verður aðallega með fyrirlestrum.
Islenzlcir bændur eiga þeir að vera sem frá skólunum
koma, og því verður að leggja svo mikla rækt við
móðurmálið og sögu landsins og skilninginn á nUtiðarhag
þess og framtíðarhorfum. Engu má sleppa af því, sem
nefnt er. Nokkur drög til „dráttlistar" standa meðal
annars í sambandi við landmæliugar, sem kenna verður
á sjálfum skólunum, auk hinnar miklu menningarlegu
þýðingar hennar sjálfrar fyrir alla. Kensla í reikningi