Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 14
10
Um 6. gr.
Reglugerðir skólanna hugsum vér oss að þurfi eigi
að vera með öllu samhljóða. Þegar fram líða stundir
verður skólunum ef til vill markað nokkuð mismunandi
verksvið í einstökum greinum.
Lágmark aldurs við inntöku hugsutn vér oss 18 ár,
og mætti þó vísast taka lítið eitt yngri pilta, ef þeir
eru sérlega bráðþroska.
Próf viljum vér eigi ákveða með iögum.
Um 7. gr.
Siáifgefið teljum vér það að búnaðarskólagjaldið
gamla, eins og þnð nú er goldið, greiðist úr öllum 4
jafnaðarsjóðunum til skólanna nýju, sem koma í hinna
stað, og hyggjum vér að ákvæðin í frumvarpsgreininni
séu nógu skýr í því efni. Svo er og um búnaðarskóla-
sjóðina, sem óeyddir eru í Yestur- og Austuramtinu.
Búnaðarskólasjóður Yesturamtsins er það verulegur, yfir
9000 kr., að langt mundi hann draga til þess viðauka
í húsum, sem gjöra þyrfti á Ilvanneyri til að koma
bændaskólanum sæmilega af stað, mætti t. d. fyrir það
byggja yfir kennarana. Aftur dregur lítið um Búnaðar-
skólasjóð Austuramtsins. Þá hafa og búnaðarsjóðirnir
styrkt búnaðarskólana, en oss finst eigi rétt að eyða
þeim, sem eftir eru, til bændaskólanna, en láta þá á ein-
hvern hátt koma beint hver sínum fjórðungi að notum
til landbúnaðar eflingar.
Aðalkostnaðurinn verður við að reisa skólann í
Eyjafirði. Vér göngum að því vakandi að kostnaður til
allrar húsagerðar verði frá 50 —60,000 kr., þar sem einn-
ig mundi þurfa að byggja peningshús. Sérstaklega vilj-
um vér taka það fram að bygging yrði þannig hagað,
að haganlega yrði við komið stækkun skólahússins síð-
ar meir. Hólaeignin með húsum er metin 34,000 kr.,
en landssjóðsskuld var á þeirri eign í árslok 1903 kr.
19,600. Vér teljum hæpið að eignin seljist mikið