Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 15
11
meira en fyrir landssjóðskuldinni, og réttast væri fyrir
landið að eiga Hóla, alténd í bili. Hér er því um beint
framlag og það stórt að ræða, en betur gætum vér eigi
hugsað oss viðlagasjóð ávaxtaðan en með slíkum
bændaskóla. Þess er og að gæta, að búnaðarskólinn á
Hóium getur eigi haldið þar áfram í sama formi og
unnið sitt gagn nema með mjög miklum viðbótarbygg-
ingum, eins og tekið er fram í síðustu skólaskýrslu
þaðan, en það má með engu móti festa skólann meir á
þeim óheppilega stað — og ailsendis óhæfa, þegar Austur-
land á líka að njóta hans. Nú er þar um engar aðrar
byggingcir að ræða fram yfir hæfileg hús á jörðunni, en
sjálft skólahúsið. Heldur yrði að una við það að breyt-
ingin og færslan frestaðist um fáein ár, en að leggja
þar í nýjar byggingar að þvi er skólahaldið snertir, og
væri þó hinn mesti skaði að þvi.
í árslokin 1903 var búfé á Hólum metið full
8000 kr. og lausafé full 3000 kr., og nægði það eða
andvirði þess mjög vel, er skólinn væri færður. Eins er
sá skóli ágætlega búinn kensluáhöldum að því er hjá
oss gjörist.
Þá fengi og landssjóður með hinni miklu Hvann-
eyrareign skuld sem nemur um 30,000 kr. Öll eignin
nú virt um 70,000 kr. Þá skuld verður að telja til
stofnkostnaðar í bili, en alóhugsanlegt er það, að þegar
pilta-framfærsiunni léttir af búinu, að það muni þá ekki,
með landsins langmesta kúahaldi og bezta sölufæri á smjöri
árið um kring, ávaxta þá upphæð og enda afborga hana,
sem þá kæmi til léttis við árlegan kostnað skólans.
Líkt er að segja um skólabúið á Norðurlandi, þótt í
smærri stýl verði, að arðlaust ætti það eigi að verða
landssjóðnum, og ætti þó að minsta kosti að ávaxta og
endurborga verð jarðarinnar Kjarna.
Árlegi kostnaðurinn við skólana vex oss eigi í aug-
um. Fyrir landsmenn yfir höfuð verða bændaskóiarnir
2, þótt vel sé til þeirra lagt, mun ódýrari en búnaðar-