Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 18
14
hans eða nánustu erfingja, eða svo lítilJ, að eigi nemi
20 kr. í 2000 kr. húseignum og meiri, eða l°/0 á
minni húseignum. Til brunasknða teljast og skemdir á
vátrygðum húsum, sem stafa af björgunar-tilraunum.
3. gr.
Til húsa telst alt múrfast og naglfast, þar á meðal
eldstór, ofnar, föst rúmstæði, o. s. frv.
4. gr.
Skylduábyrgð hvílir á ölium íbúðarhúsum ábúenda
í hreppnum, og geymsluhúsum, sem þeim eru áföst, ef
þau eru til ábúðarnota. Heimilt er og að vátryggja í
brunabótasjóðum hreppanna peuingshús, hlöður og önn-
ur hús til ábúðarnota.
Enn fremur er heimilt, með samþykki lögmæts sveitar-
fundar, að taka til ábyrgðar í brunabótasjóði hrepps
samskonar hús og í hreppnum, þótt þau séu í öðrum
hreppi, ef ástæður þar banna, að stofnaður sé bruna-
bótasjóður samkvæmt iögum þessum.
Sá er undan þeginn skylduábyrgð í sjóðnum, er
sýnir sveitarstjórn árlega skilríki fyrir þvi, að hann hafi
vátrygt hús sín í öðrum brunabótasjóði.
5. gr.
Ekki er brunabótasjóði skylt að takast á hendur
stærri ábyrgð á einu húsi eða á húsaþyrpingu, sem er
í sameiginlegri brunahættu, en sem nemur 4000 kr.
upphæð, enda eru hús þau, eða húsaþyrpingar, sem hærra
verði nema en 6000 kr., undan þegin skylduábyrgð.
6. gr.
Einn þriðjung þeirra húsa, sem vátrygð eru sam-
kvæmt lögum þessum, má hvergi vátryggja.
7. gr.
Á lögmætum sveitarfundi geta búendur hreppsins