Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 20
16
11. gr.
Nú atofnar hreppur brunabótasjóð samkvæmt lögum
■pessum, og skal þá sýslumaður nefna til skoðunarmenn,
tvo eða fleiri í hreppi, eftir því sem sveitarstjórn ákveð-
ur nánar, til þess að gera iýsing og virðing allra húsa,
sem vátryggjast eiga í sjóðnum, og annað það, er reglu-
gerð mælir fyrir. Skulu þeir vinna eið að starfi sínu. Krefj-
ast má yfirvirðingar, og kveður þá sýslumaður til þess
:3 menn, óvilhalla, fyrir rétti. Hina fyrstu almennu
skoðun borgar sveitarsjóður, 2 kr. á býli, hverjum
skoðunarmanni. En önnur störf þeirra skal launa sem
reglugerð ákveður.
12. gr.
Allar virðingargerðir rita skoðunarmenn i sérstaka
bók, er sveitarstjórn varðveitir, og sendir hún stjórnar-
ráði íslands afrit af öllum virðingargerðum jafnskjótt og
þær eru bókaðar. Húsavirðingabók sé gegndregin og
staðfest af yfirvaldi. í hana rita skoðunarmenn eiðstaf
-sinn, þá er þeir hefja starf sitt.
13. gr.
Iðgjald greiði ábúandi. En sé hann leiguliði, end-
urgreiðir landsdrottinn honum iðgjaldið fyrir hin reglu-
legu jarðarhús, nema öðruvísi sé umsamið í bygg-
ingarbréfi.
14. gr.
Nú eru hús veðsett, sem vátrygð eru samkvæmt
lögum þessum, og nær sá veðréttur einnig til bruna-
bótafjárins. Fyrirgeri veðsetjandi rétti sínum til
brunabóta, hefir veðhafi eigi að síður rétt til bruna-
bótanna, að svo miklu leyti sem þarf til lúkningar veð-
skuldinni, ef annað veð eða aðrar eignir veðsetjanda
hafa eigi hrokkið til.
15. gr.
Brunabætur úr brunabótasjóðum hreppanna skulu
..að fullu ganga til endurbóta eða endurbyggingar liúsum,