Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 25
21
deild landsbankans, hafa unnið það til lánshækkunar að
vátryggja nokkuð af jarðarhúsum. Veðdeildin mun
sjaldan lána gegn húsunum — og þó að eins jarðar-
hUsum, en á leigujörðum nema þau oft eigi helmingi
allra nauðsynlegra hUsa — yfir fjórða part verðs. Þegar
nU vátryggingargjaldið er orðið 7 — 8 af þUsundi, og ef
vátryggingin ernær eingöngu vegna lánshækkunarinnar, þá
ver lántakandi alt að 3°/0 af upphaflegu lánsupphæðinni
til þess að gera hUsin veðhæf. Á þessu sést, hvers
virði mörgum þykir veðhæfi hUsanna. En jafnframt
blasir hitt við, að það er altof dýrt, nema önnnr brýn
nauðsyn sé til vátryggingar. Brunabótagjald það, er
sveitamenn hér á landi, þeir er vátryggja, verða undir
að bUa, er alveg óþolandi eftir brunahættunni á sveita-
bæjum, eins og hiín hefir komið í Jjós hingað til. Vá-
trygging sveitabæja er því fágæt nema í þeim tilgangi
að skapa þeim veðgildi. En svo er og á það að líta,
að ekkert eftirlit er með því að vátryggjendur í sveitum
fullnægi vátryggingar-skilyrðum, og það mun óhætt að
fullyrða, að menn gera sér lítið far um að fullnægja
þeim. Getur því verið hæpið að brunabætur fáist, þó
að hUs, sem vátrygð eru á þennan hátt, brenni. Dregur
þetta mjög Ur veðgildi hUsanna og því gagni, sem vá-
tryggingin á að hafa.
Nefndin hefir að eins lauslega getað athugað, hve
miklu brunar á sveitabæjum hér á landi hafa numið
um undanfarið áraskeið. Liggur í augum uppi, að á-
kaflega miklu munar, hve brunahættan þar er minni
en í þéttbygðum kaupstöðum og þorpum, og að engu
tali tekur, bæði eftir vorri reynslu og annara þjóða, að
hið sama gangi yfir sveitabæi eins og timburhUs í þorp-
um, að því er brunabótagjald snertir. En nU er víst
fullreynt, að hin Utlendu brunabótafélög breyta hér eigi
um til batnaðar fyrst um sinn, en láta afleiðingar stór-
bruna í kaupstöðum bitna jafnt á sveitabæjum og öðrum
hUsum. NU hefir þjóð og þing um all-langan tíma