Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 26
22
haft á prjónunum innlendan brunabótasjóð. einkum fyrir
hús í kaupstööum og sjóþorpum. Og síðan brunabóta
gjald hækkaði hór á landi svo mjög, sem kunnugt er,
virðist mörgum það sæta afarkostum að vátryggja liús
sín og eignir, jafnvel þar, sem brunahættan er mjög
mikil. Eðlilegt er því að brunabótamálið hafi verið
mikið áhugamál fyrir alla, sem i kaupstöðum og sjó-
þorpum búa. En ef vátryggingarkostir hinna erlendu
félaga mega teljast afarkostir fyrir þessa menn, hve
mörgum sinnurn fremur eru þeir það fyrir bændur eða
þá, sem afskektir bua? Engum á því að vera meiri
áhugi en einmitt þeim á innlendri brunabótaábyrgð, er
gerði sanngjarnan mun á húsum, eftir efni þeirra, bygg-
ingarlagi og fjarlægð frá öðrum húsum.
Þetta alt hvatti nofndina til þess, að taka þennan
þátt brunabótamálsins til meðferðar, einkum þegar það
var auðsætt að málið þurfti meiri undirbúnings við,
en hægt var að gera á einu þingi.
En þótt nauðsynin væri auðsæ, var eftir að átta
sig á framkvæmdinni og fyrirkomulaginu. Varð nefndin
þegar einhuga á því, að það væri hlutverk sveitarfélag-
anna nú, öldungis eins og í fornöld, að koma málinu
til framkvæmdar, og að það væri ekki sveitarfélögum
ofvaxið með aðstoð löggjafarvaldsins og landsstjórnar-
innar. Löggjafarvaldið veitti sveitaríélögunum heimild
til að stofna brunabótasjóði innsveitis með skylduábyrgð
á öllum bæjarhúsum, og ábyrgðinni væri skift þannig,
að brunabótasjóðir sveitarinnar, með sveitarsjóðinn að
bakhjarli, bæri einn þriðja brunahættunnar, sameigin-
legur brunabótasjóður, með landssjóð að baki sér, annan
þriðjung, og ábúandi sjálfur og eigandi einn þriðjunginn.
Sá hluti, er ábúandi sjálfur ábyrgðist, væri því til trygg-
ingar að eigi væri gróði fyrir hann að bruna hinna vá-
trygðu húsa, hluttaka sveitarfólagsins yrði meðal annars
til þess að tryggja áreiðanlegra eftirlit en fáanlegt væri