Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 29
eigi gert sér rétta grein fyrir endurábyrgðinni, og er
það eðliiegt.
Af því að þetta atriði, um forgöngu sveitarfélaga í
þessu brunabótamáli, er svo mikilvægt, verður að taka
það til sérstakrar íhugunar. Samkvæmt svörunum,
mörgum, er líklegt að nei-kvæðin mundu breytast í já, ef
hægt væri að sýna og sanna að sú ábyrgð, sem nefndin
ætlar sveitarfélögum, er engu ofvaxnari en sú, er yfir
þeim vofir nú af brunahættu, heldur er jafnvel minni,
og að þetta fyrirkomulag er skilyrði fyrir því, að inn-
lendur brunabótasjóður fyrir sveitabæi geti borið sig.
Eftir frumvarpi því, er nefndin hefir samið, er hæst
ábyrgð á einum stað, sem sjóður í hreppi er skyldur að
taka að sjer, 4000 kr. Þar af verður helmingurinn
endurtrygður í sjóði fyrir land alt. Hæstu brunabætur
geta því orðið 2000 kr. Auðsætt er að slíkur bruni
verður sveitaj-sjóði hreppsins þung byrði um mörg ár,
og hann verður að fá lán — sem endurgreiðist að eins
mjög hægt — til þess að standast greiðslu. En svo stórir
brunar eru tæplega hugsanlegir nema á timburhúsum,
og dæmafátt að þeirkomi á fárra ára fresti á sveitabæj-
um i sömu sýslu, hvað þá sveit. Þess vegna eru þeir ekki
óbærilegir. Þó gæti komið til máls að endurtryggja aukieitis
dýrustu hús og bæi i hinum sameiginlega sjóði, til þess
að varast þessa hættu. En nefndin hefir eigi viijað gera
tillögu um það að svo komnu, heldur sjá hvað setur.
En setjum nú svo að bær eða hús í sveit með 6000
kr. verði brenni, og sé óvátryggt, eins og tíðast er, þá
lendir mestur skaðinn á sveitinni, þ. e. eiganda og ábú-
anda og þeim, er hlaupa undir baggann með samskotum,
og er það að öilum jafnaði meiri hnekkir sveitarmönnum
— beinn og óbeinn — en nemur þessum 2000 kr., sem
á sveitarfélagið kemur, ef brunabótasjóður er til sam-
kvæmt frumvarpi nefndarinnar. Svo er og á það að líta,
að vaxi nu brunabótasjóði fiskur um hrygg, áður en
bruni verður, þá er fyrir höndum nokkurt fé, sem eng-