Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 30
26
um voru sérleg útláfc í, til þess að sfcandast skellinn, og
að öllum jafnaði, þegar frá líður, nægilegt fyrir bruna-
bótum. En án brunabótasjóðs væri það eigi. Yæri nú
um biuna að ræða hjá fátæklingi, sem lægi við sveit,
en vátrygging engin, eins og nú á sjer stað, er naum-
ast nema um tvent að ræða: samskot frá nágrönnum,
svo að skaðinn sé að mestu bættur, eða sveitarsjóður-
inn tekur við manninum. Hvort sem ofan á verður,
kemur byrðin því nær öll á sveitarsjóð eða sveitarfólag-
ið, en með brunabótaábyrgð, slikri sem frumvaip nefnd-
arinnar ákveður, einungis að 2/a húsaverðs.
Jafnvel þótt vátryggingarsjóðir í hreppum tækju að sér
bæði eldsvoða-ábyrgð á búsmunum og fatnaði manria og
siysa-ábyrgð á gripum að sama skapi og nefndin leggur
til um hús, þá er langt frá, að það geti verið nokkru
sveitarféiagi ofvaxið; því að án vátryggingar lenda
slíkir skaðar að mestu eða öllu innsveitis og vinna þar
að auki oft bug á kjarki og þolgæði einstaklinganna; en
það er líka sveitarfélagsins skaði. En með hinu fyrir-
komulaginu dreiflst þriðjungur skaðans yflr flestar sveit-
ir iandsins, og einstaklingurinn stendur óbiiaður og
jafnréttur. Þetta fyrirkomulag á sér og fordæmi hjá
oss sjálfum í fornöld, eins og áður er vikið að, og skorti
þó til þar, að nokkru af skaðanum væri dreift yflr stærra
svæði en hreppinn. Auk þess féllu brunabætur þá á
sveitarmenn aliar í einu, af því að enginn brunabóta-
sjóður var þá til.
Öil forstaða þessara brunabótamála verður auðvitað
mjög mikið kostnaðarminni fyrir sjóðina, og þjóðina í
heild sihni, þá er sveitarstjórnir og stjórnarráðið liafa
hana með höndum; því að ella gerði það sérstök stjórn
í Reykjavík með fulltrúum víðsvegar um land. Stjórnar-
störfln samrýmast öðrum störfum og verða yfir höfuð
að mun fyrirhafnar- og kostnaðarminni með því móti,
heldur en ef brunabótafélag væri eitt fyrir land alt og
hefði sérstaka stjórn og starfsmenn. En þó er hitt enn