Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 31
27
meiri munur, hve eftirlit með húsa-virðingum og með
brunum verður öruggara, þá er allir vaka yflr því sveit-
arfélagsins vegna, endurgjaldslaust að mestu, heldur en
með eftiriitsmönnum af hálfu eins félags, er talsvert
mundu kosta.
Að svo mæltu snúum vér oss að frumvarpinu sjáifu
og hinum einstöku greinum þess.
TJm 1.— 3. gr.
Nefndin áleit nauðsynlegt, að skylduábyrgð fylgdi
stofnun hvers brunabótasjóðs; en viðsjárvert væri að
neyða nokkurt sveitarfélag til stofnunar brunabótasjóðs,
og því er i frumvarpinu einungis veitt heimild til þess.
Nefndin hefir að svo komnu eigi viijað að heimild þessi
næði lengra en til húsa í sveitum til ábúðarnota sam-
kvæmt því, sem að framan er sagt. Yrði stofnaður
innlendur brunabótasjóður fyrir kaupstaði og þorp, með
skylduábyrgð, mætti jafnframt, ef þá sýndist, taka eitt.-
hvað af þeim þurrabúðarhúsum, sem lægju utan við þá
skylduábyrgð, inn undir þessi lög, t. d. hús, sem lægju
í nái. 30 faðma fjarlægð frá öðrum húsuin. Nefndin
býst einnig við því, að eldsvoðaábyrgð á lausafé muni
með timanum verða tekin undir þessi lög, ef vel gengur
með það, sem hér er byrjað á.
Nefndin vill ekki að brunabótasjóðirnir þurfi að
bæta skaða, sem ekki er öllu meiri en kostnaðurinn við
að skoða hann og meta. Það sparar sjóðnum nokkur
útgjöld, svo að því síður kemur til auka-iðgjalda, en er
alls ekki tilfinnanlegt neinurn vátryggjanda.
Um. 4.— 6. gr.
Sjálfsagt þótti, að heimila sjóðum ábyrgð á fleiri
húsum en þeim, sem skylduábyrgð hvílir á, ef þau eru
til ábúðarnota.
Jafnframt sýndist nefndinni nauðsynlegt að heimila
utanhreppsmönnum aðgang að sjóði, þegar stæði svo á,