Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 32
28
að ekki væri hægt að stofna brunabótasjóð í þeirra
hreppi samkvæmt lögum þessum, og hafði hún þar fyrir
augum hreppa, þar sem sjóþorp eru mikill hluti hrepps,
en þau eru Utilokuð hér.
Nefndin leggur áherzlu á, að vátryggjandi skuli
ætíð sjálfur bera áhættu hinna vátrygðu hUs'a að þriðj-
ungi virðingarverðs. Það er hin eina trygging gegn
því, að menn kveiki í hUsunum í gróða skyni; auk þess
mun það talsvert hvetja til varkárni; því að sU reynsla
er alkunn að meira brennur af vátrygðum hUsum en
óvátrygðum. En ósanngjarnt þykir nefndinni að varna
þeim, sem horfa mjög í þessa áhættu, að vátryggja að
fullu hUs sín, og veitir 4. gr. undanþágu frá skyldu-
ábyrgð, þegar svo er.
Reynsla er íyrir því, að áb.yrgð á smáum hUseign-
um er áhættuminni til jafnaðar en á stórum. Og eftir
svörum Ur ýmsum hreppum þykir ábyrgð sveitarsjóðs á
stórum hUseignum mjög fráfælandi. Nefndin heflr því
takmarkað vátryggingar s/«/M;t brunabótasjóðanna við
4000 kr. Heimilt er þó brunabótasjóði eftir 5. gr.
frumv. að taka stærri ábyrgð, en þá ætti til þess að
þurfa samþykki bæði sveitarfundar og stjórnarráðs. En
ef þetta fæst ekki, er annað tveggja fyrir hUsráðanda, að
sætta sig við 4000 kr. ábyrgð, þó að ekki nemi 2/3
virðingarverðs, eða verða af vátryggingarsjóði hreppsins.
Um 7.-8. gr.
Nefndin hefir viijað tryggja sem bezt, að sveitar-
fundir þeir, sem gerðu skuldbindingar í þessu máli,
bæði á hendur sveitarsjóði og einstökum mönnum, væru
sem tryggilegast stofnaðir. En sá er galli á, að glögg
lagafyrirmæli eru eigi til um lögmæti sveitarfunda. Að-
alskilyrði fyrir réttmæti sveitarfundar hyggur nefndin
sé að lögbinda, að hann sé boðaður af hreppstjóra eða
sveitarstjórn með þingboði eftir réttri boðleið, og til