Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 33
29
frekari tryggingar, að fundarmálefnis sé getið í þing-
boðinu.
Sú skylda, er nefndin vill (sbr. 8. gr.) leggja á
sveitarsjóðina, er sjálfsögð afleiðing af þessu fyrirkomu-
lagi, enda er jafnframt ákveðin endurgjaldsskylda á
hendur vátryggjendum; en eigi þótti nefndinni fært að
áskilja minni frest til endurborgunar en 10 ár.
Um 10. gr.
Nefndin væntir þess, ef frumvarpið verður að lög-
um, að heimildin í 10. gr. verði notuð sem víðast.
Það er óheppilegt að þurfa að grípa til aukagjalds á-
lagningar, samkv. 8. gr. En því meir sem sjóðurinn er
styrktur framan af, þess síður kemur tíl þess. í frum-
vörpum þeim, er alþingi heflr haft til meðferðar um
innlenda brunabóta ábyrgð, heflr verið ákveðin ábyrgð
af landssjóðs hálfu til tryggingar brunabótasjóðnum, og
er framlag landssjóðs ákveðið 100,000 kr., án þess að
komi til aukagjalds fyrir þá, er vátryggja. Auka-
álagning verður einungis gjörð til lúkningar því, sem þar
fer fram yflr. Samskonar ákvæði þyrfti að vera um
ábyrgð sveitarsjóðs gagnvart brunabótasjóði, ef heimild
10. gr. væri eigi notuð. En nefndinni virðist heppi-
legra að safna á nokkrum árum tryggingarfó í sjálfan
ábyrgðarsjóðinn, og býst við að flest sveitarfélög, sem
brunabótasjóði stofna, geri það.
Um 11. og 12. gr.
Nefndinni þykir rétt að gera ráð fyrir fleiri en 2
skoðunarmönnum í sveit, þótt eigi fleiri en 2 sé saman
um skoðunargerð. Þá er einstakar skoðunargerðir eru
framkvæmdar, sparar það kostnað, ef annar skoðunar-
manna á skamt til. Laun skoðunarmanna, þegar al-
menn húsaskoðun fer fram og þeir ferðast bæ frá bæ
eftir röð, vill hún binda við tölu býla, og telur hún
býli hvern bæ, sem aðskilinn er frá öðrum bæjum, þó