Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 36
32-
1. TJm sJcoðunarmenn.
Sveitarstjórn útvegar hjá sýslumanni tilnefning skoð-
unarmanna (sbr. 11. gr. frv.): Skulu þeir vinna
2 saman að skoðunargjörðum og virðingum, nema yfir-
skoðun sé. Ef fleiri skoðunarmenn eru í hreppi en tveir,
velur sveitarstjórn einn þeirra til aðalskoðunarmanns.
Skal aðalskoðunarmaður sjálfur vera við allar húsaskoð-
anir og virðingargerðir, sem reglugerð þessi mælir íyrir
um, nema forföll banni, og kveður til með sér skoðun-
armann þann, er næstur er vettvangi. — Að launum
akulu skoðunarmenn hafa 2 kr. á býli hvert, þá er al-
menn húsavirðing fer fram, en endranær hafa þeir að
.auki ferðakostnað eftir sanngjörnum reikningi.
2. Hvenœr slcöbanir fara fram.
Skoðun óg virðing á öllum húsum í hreppnum, er
•skylduábyrgð hvíiir á, svo og öðrum húsum, er menn
óska og heimilt er að vátryggja í brunabótasjóði hrepps-
ins, skal fram fara eins fljótt og við verður komið. —
Aukavirðingar og endurvirðingar skulu og fram fara:
a. Ef sveitarstjórn hlutaðeigandi hrepps eða stjórnar-
ráðið krefst þess. ,
b. Ef einhver vátryggjandi æskir virðingar sökum endur-
bóta eða byggingar húsa, sem skylt er eða heimilt
að vátryggja í brunabótasjóði hreppsins.
c. Ef vátryggjandi æskir endurvirðingar sökum skemda
á vátrygðu húsi af völdum skriðuhlaups, vatnagangs,
landskjálfta eða þess konar.
3. Borgun fyrir sJcoðanir og virðingar.
Vátryggjandi greiðir skoðunar- og virðingar-kostnað
í hvert sinn, er hann beiðist virðingar, og sömuleiðis
við endurvirðing endranær, ef hin endurvirtu hús lækka
að virðingarverði, án þess að þau hafi orðið fyrir ófyrir-
njáanlegum slysum (sbr. 2. b.). Undanþága frá þessu
cr þó, ef endurvirðing hefir gerð verið alment í hreppn-
um eftir kröfu sveitarstjórnar eða stjórnarráðs.