Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 40
36
hjá settu verði vátrygðra húsa, — ogséþví skipað í
dálka eftir flokkum og stigum húsanna; — og enn
fremur brunabóta-iðgjaldi hvers eins.
c. Breytingar þær, er verða kunna milli gjalddaga á
virðingarverði húsa og iðgjalda upphæðum.
d. Ársreikning yfir tekjur og gjöld sjóðsins.
e. Skýrslur um sjóðinn.
Sveitarstjórnin sendir stjórnarráðinu árlega með
fyrstu póstferð eftir gjalddaga iðgjaldanna upphæð þá,
er þarf til endurtryggingar allra þeirra húsa, sem vátrygð
eru í sjóðnum.
11. Um bruna.
Nú brenna hús, sem vátrygð eru í brunabótasjóði
hrepps, og skal þá vátryggjandi, sem í hlut á, ef hann
vill brunabóta krefja, tilkynna oddvita sveitarstjórnar
brunann, svo fljótt sem unt er, og eigi siðar en sólar-
hring frá því er bruninn er afstaðinn, nema forföll banni.
Skal þá oddviti kveðja aðalskoðunarmann og annan
skoðunarmann með, til þess að rannsaka brunann og
öll atvik að lionum, og jafnframt að meta skemdir af
brunanum til verðs, eða, ef bruninn er miki]], að virða
það sem bjargast kann að hafa af hinum vátrygðu
húsum. Enginn má rífa það, sem eftir er af húsunum,
þá er björgun muna og húsa er afstaðin, íyr en skoð-
unarmennirnir eru komnir á staðinn og veita heimild
til. Sá er brunann líður, skal aðstoða virðingarmenn
og leggja til vin'nukraft á sinn kostnað, til þess að rann-
saka brunarústirnar.
12. Um borgun fyrir bruna-skoðanir.
Borgun fyrir skoðun og virðing eldsbruna greiðist
úr brunabótasjóði hreppsins, ef til brunabótagreiðslu
kemur, ella greiðir sá, er brunann leið. Komi til yfir-
virðingar eftir kröfu vátryggjanda, greiði hann yfirvirð-