Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 41
37
ingarkostnað, ef virðing stendur í stað, eða brunaskað-
inn er minna metinn við yflrvirðing.
13. Um t'crpun á rétti til brunabóta.
Nú þykir sveitarstjórn, eftir skýrslum skoðunar-
manna, eða af öðrum ástæðum, líkur til, að bruninn sé
af mannavöldum, hvort heldur er af sjálfskaparvítum
eða annara völdum, skal hún þá þegar tilkynna það
lögreglustjóra og krefjast rannsóknar. — Yitnist við þá
rannsókn, að vítaverð vanræksla á vátryggingar-skilyrð-
unum eða lögum og reglum sjóðsins hafi átt sér stað
af hálfu vátryggjanda, missir hann brunabótaréttar sins
eftir málavöxtum að þvi sinni.
Enn ef sannast við rannsóknina, að bruninn hafl
að einhverju leyti stafað af vísvitandi völdum vátryggjanda
sjálfs, konu hans eða nánustu erfingja, hefir hann með
öllu fyrirgert rétti sjálfs sín til brunabóta.
14. Um greiðdu brunábóta.
Þá er sveitarstjórn hefir fengið þau skilríki í hendur,
er sanna eða ákveða skyldu brunabótasjóðsins til að
greiða brunabætur, skal hún greiða hlutaðeigandi vá-
tryggjanda 2/3 þeirrar upphæðar, sem skaðinn á hinum
vátrygðu húsum er metinn. Skulu brunabætur greiddar
innan 2 mánaða, frá því er brennur, eða, ef rannsókn
fer fram út af brunanum, innan 2 mánaða, frá því er
það mál er útkljáð, enda hafi sveitarstjórn fengið trygg-
ing þá, er hún tekur gilda fyrir endurbygging sam-
kvæmt lögum, eða veitt undanþágu frá henni.
15. Um endurbygging.
Nú hefir sveitarstjórn eigi trygging fyrir því, svo
sem henni líkar, að brunabótaféð verði haft til endur-
byggingar, og lætur hún þá eigi brunabæturnar áf hendi
nema jafnótt og bygt er. En sé endurbygging vanrækt,