Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 44
40
10. gr.
Nú er opinber jarðeign í eyði, og skal þá sá er
hefir eða tekur jörðina til eigin nytja, hafa kauprótt á
henni, enda hafi sýslufélag og sveitarfólag, þar sem
jörðin liggur, afsalað sér íorkaupsrétti.
11. gr.
Eigi má sýslufólag eða sveitarfélag, sem keypc hefir
opinbera jarðeign samkvæmt lögum þessum, farga henni
til annars en ábúanda.
Nú gengur jörð, sem seld hefir verið ábúanda sam-
kvæmt lögum þessum, úr sjálfsábúð, og skal þá hlutað-
eigandi hreppstjóri tafarlaust skýra landstjórninni frá því,
og gefa sem fylsta skýrslu um jörðina. Komist eigi
jörðin í sjálfsábúð innan þriggja ára, á landssjóður endur-
kaupsrétt á henni með upphaflegu söluverði, nema sýslu-
félag eða sveitarfélag hafi keypt eða kaupi hana.
Andvirði þeirra jarða, er þannig ganga til lands-
sjóðs, greiðist úr sjóði þeim, er það rann í upphaflega.
12. gr.
Kaupverð jarða sé að öllum jafnaði miðað við það,
að verðhæðin, með 4°/0 í vöxtu, veiti sömu vaxtaupp-
hæð, og jarðagjöld og jarðabótakvöð nema í peningum,
til jafnaðar um 10 ár síðastliðin; eða eftir sérstöku rnati,
ef leigumáli er ósanngjarn, eða hefir verið ákveðin
annar við næstu ábúendaskifti.
13. gr.
Nú hefir ábúandi gert jarðabætur, umfram það er
byggingarbréf áskildi, er yrðu til hækkunar leigumála
jarðarinnar við næstu ábúandaskifti, og skal það ekki
liækka verð jarðarinnar við hann eða niðja hans, er
næstir taka við, nema 10 ár séu liðin frá því umbótin
var gerð.