Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 47
43
Athugasemdir.
Fnimvarp um almenna þjóðjarðasölu var borið upp
á 3 þingum í röð, 1887, 1889 og 1891, og var það
hvað helzt því frumvarpi til falls, að í bága þótti koma
við 23. gr. stjórnarskrárinnar, er mælir svo fyrir, að
eigi megi seija, eða með öðru móti láta af hendi neina
af jarðareignum landsins, nema slíkt sé með lagaboði
ákveðið. Þessari mótbáru var sérstaklega haidið fram
af fulltrúa btjórnarinnar, og á síðasta þingi var eðlilega
þeirri skoðun iíka haldið fram gegn almennri heimild
til að iáta af hendi við innflytjendur parta af óræktuðu
landi þjóðjarða til eignar og umráða. Það frumvarp,
um fólksflutnínga til íslands, var þó samþykt af þinginu
og staðfest af konungi, og er þá sá skilningur orðinn
ofan á, að selja megi jarðareignir landsins með einu al-
mennu iagaboði. Á það mætti og benda, að sami skiln-
ingur varð fljótt ofan á í Danmörku, er heimiluð var
saia á jarðeignum rikissjóðs með iögum 8. apríl 1851,
þó að samskonar ákvæði stæði í grundvallarlögunum
dönsku, og í stjórnarskrá vorri.
Þörfin á því, að eiga sjálfur ræktunarlar.d sitt, vex
að því skapi, sem rnenn fá meiri áhuga og meiri þekk-
ing á umbótum jarðarinnar. Ýmsar slikar umbætur eru
þess eðlis, að leiguliði ræðst alls ekki í þær. Á jafn-
köldu landi og hér þarf einmitt að ætla náttúrunni svo
langan tíma til þess, að greiða fyrir ræktunarstarfinu
og gjöra það kostnaðarminna. Nokkuð svipað má og
segja um húsabætur, að þörfin á sjálfsábúð vex að því
skapi, sem rneiri kröfur eru gerðar til þeirra. Húsa-
bætur eru sérstaklega örðugar á leigujörðum. Lands-
sjóður er þar að vísu hinn bezti landsdrottinn með hin-
um mjög svo ríflegu framboðum sínum til húsabóta,
og þá einkum þessi hin síðustu árin; en áreiðanlega
verður það fyrirkomulag til stórrar rýrnunar á fasteign-
artekjum landssjóðs, og arðberandi eign hans vex eig'