Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 48
44
að því skapi, þrátt fyrir þriðjungsframlagið frá leiguliða.
Yfir höfuð hlýtur sú ráðsmenska á almannafé, að gef-
ast misjafnlega.
Auðvitað eru dæmi þess, að jarðir ganga, og það
enda fljótt, úr sjálfsábúð, er seldar hafa verið leiguliða;
en hin dæmin eru eigi síður lýðum ljós, að verðgildi
jarða og afurðir hafa vaxið stórum við það, að þær komust
í sjálfsábúð, enda er það hið eðlilegasta. Með iögum
verður trauðlega trygt og bundið um áframhaldandi
sjálfsábúð, en líkurnar eru að verða meiri, að hún hald-
ist, þar sem hún einu sinni er komin á, af því að tím-
arnir eru að breytast í þeim efnum. Sú var tíðin, að
gróðamenn gátu vart trygt fé sitt í öðru en jörðum,
en nú eru margir aðrir vegir til að ávaxta fé sitt, bæði
tryggilegar og með meiri ágóða. Það fer því meir og
meir saman þetta tvent, að menn sækjast yfir höfuð
lítið eftir að eignast jarðir fram yfir það, er þeir sjálfir
þurfa til ábúðar eða ætla börnum sínum, og hitt, að á-
huginn eykst, að bæta ábúðarjörðina og leggja kostnað
í hana. En eigi má búast við almennum og veruleg-
urn framlögum til ábýlisbóta, nema ábúandinn sé viss
um, að fá að njóta vinnu sinnar og kostnaðar, ekki
einungis fyrir sig sjálfan um sína daga, heldur og fyrir
börn sín og erfingja.
Fyrirspurnum milliþinganefndarinnar um vilja og
getu leiguliða til að eignast ábýli sín hefir verið svarað
í þá átt, að vér styrkjumst í þeirri trú, að ísland verði
úr þessu eigi til langframa slíkt leiguliðaland, sem það
nú er. Vér höfum veitt því eftirtekt, að í Yfirlitinu
yfir manntalið á íslandi liinn 1. nóvember 1901 telst
ekki nema rúmlega einn fjórði hluti af framfærendum
við landbúnað og fiskivejðar til sjálfseignarbænda. Hitt
eru ieiguliðar. Því miður eru eigi áreiðanlegar eða ná-
kvæmar skýrslur um það efni, en þetta mun þó eigi
fjarri sanni. Skýrslurnar um leiguliðaábúð á bænda-
eignum, sem útvegaðar voru samkvæmt áskorun frá