Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 49
45
aukaþinginu 1902, bera það og með sér, að í sumum
bygðum má það heita, að sjálísábúð sé hreinasta undan-
tekning. Það eru ófagrar tölur, þegar maður ber það
saman við búnaðarástandið hjá öðrum þjóðum, að þrír
bændur af hverjum fjórum eru leiguliðar hér á landi:
í Danmörku eru 95 sjálfseignai bændur móts við 5 leigu-
liða og af hverjum 100 húsmönnum eða grasbýlismönn-
um, er hafa jarðyrkju nokkuð að ráði sér til framfæris,
sitja 90 á sjálfseign.
Einna verulegasti tálmi sjálfsábúðarinnar er í vor-
um augum sá, að fátækur maður rís svo illa undir því,
bæði að afborga jörðina og halda við áhöfn sinni, sem
þó er fyrir mestu. Verði kaup manns á ábýlinu til
þess, að arðberandi bústofn hans gangi til þurðar, væru
þau jarðarkaup betur ógjöið.
En tímar-nir eru og töluvert breyttir að því er þetta
snertir. Nú er greiður gangur til peningalána um land
alt, og það gegn tryggingum á ýnrsan hátt, öðrum en
fasteignarveði. Telji nú löggjafarvaldið það rétt, að gera
þjóðjarðir falar, þá verður það urn leið að setja afborg-
unarskilmálana sem vægasta, svo að leiguliðar þurfl
ekki að eyða búum sínum sér í mein. í því sambandi
mætti minna á, að í dönsku sölulögunum frá 1851 var
afborgun látin kaupanda á sjálfsvald, eftir hentugleikum
hans, meðan hann sjálfur eða ekkja hans bjó á jörðinni.
í öðrum löndum hefir jafnan stefnt svo og stefnir,
að þjóðjarðir ganga úr eignarhaldi ríkisins til ábúenda,
og er þá talið bezt komið bæði hag rikisins og ein-
staklingsins. Sú mótbára er nú liorfin, að lánstraustið
veikist við sölu fasteignanna; hún hverfur af sjálfu sér
þegar svo er komið, eins og nú á sér stað hjá oss, að
fasteignartekjurnar eru eigi nema örlítið brot af árstekj-
unum. Hitt er aftur talið sjálfgefið, að féð, sem inn
kemur fyrir seldar jarðeignir hins opinbera, verði með
engu móti eyðslufé, heldur ávaxtist og aukist eigi miður,
en vænta má að jarðirnar stígi í verði.