Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 50
■16
Nefndin álítur rétt að taka það fram, að lnin telur
það eigi neitt megin-atriði, að fá sem fylst verð fyrir
jarðirnar; hitt skiftir mestu, að jarðirnar komist á réttar
hendur og sjálfsábúðin verði eftirsóknarverð. En auð-
vitað væri það eigi hollt fyrir þjóðfélagið, að haga svo
söluverði opinborra eigna, að jarðir féllu alment i verði.
Nefndin heldur þessu fftsl.u, þó að hún sjái fyrir, að
landssjóður sitji í bili uppi með rýrustu og óútgengi-
legustu jarðirnar, ef heimildariög þessi kæmust á og
yrðu notuð að marki. Verði jarðir i umboði svo fáar
og strjálar, að eigi fáist maður fyrir venjuleg umboðs-
laun til að annast þær allar, þá ætti að mega koma
umboðsmenskunni öðruvísi fyrir án tilfinnanlegs kostn-
aðar, t. d. hjá hreppstjórum eða oddvitum þeirra sveita,
sem jarðirnar eru 1.
í frumvörpum fyrri þinga um almenna þjóðjarða-
sölu var landstjórnin skyld til að selja fyrir ákveðið
verð, miðað við eftirgjaldið; átti amtsráð að meta sann-
gjarnan leigumála eftir tillögum sýslunefndar, og kaup-
verðið var jafnt eftirgjaldinu 25-földu. Eftir þeim frum-
vörpum hafði ábúandinn „rétt til að fá jörðina keypta",
svo framarlega sem hún var eigi ætluð til embættis-
ábúðar, skólaseturs eða almenningsnota. Vér teljum
hina leiðina hoppilegri, að heimila söluna, og treystum
því, að lögin nái tilgangi sínum jafnt fyrir það. Eitt
eður annað, ófyrirséð, gæti það á rekana borið, að betur
væri ráðið af stjórninni í stökum tilfellum, að nota eigi
heimildina, að minsta kosti eigi án sérstaks samþykkis
þingsins.
í frumvarpi voru er gengið nokkuð lengra en áður
í því, að undanskilja vissar tegundir jarða frá sölu, eða
að minsta kosti kveðið nánar á um það, og getum vér
í því sambandi vísað til umræðanna í þjóðjarðasölu-
málinu á síðasta þingi. Verulegra nýmæli er það, að
áskilja sveitarfélögum forkaupsrétt í sumum tilfellum.
Vér teljum eigi ólíklegt, að það færist í vöxt, að sveitar-