Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 51
47
félög vilji ná í jarðir til ’eignar og umráða meir en
hingað til hefir verið. Þær skoðanir hafa og komið
fram i nefndinni, að það væri jafnvel hið æskilegasta i
framtíðinni, að hvert sveitarfélag ætti sem mest afjarð-
eignum innsveitis, og nefndin leggur einunr huga mjög
mikla áherzlu á það, að eignarhald jarðanna sé sem
mest innsveitis, ef ekki hjá ábúendum, þá hjá sveitar-
félaginu. Það skiftir eigi mestu, að afstýra því, að
jarða-afgjöld gangi út úr sveitinni, enda mundu sveitar-
félögin, færu þau að eignast fasteignir, þurfa um langa
hríð að borga vexti af verði þeirra; hitt hefir miklu
meiri þýðingu fyrir alt félagslíf sveitarinnar, sjálfstæði
og framfarir, að hún búi fijáls og óháð að landinu sem
hún á að yrkja.
Yér höfum tekið kirkjujarðirnar með undir þessi
almennu heimildarlög, vitandi vel, að sala þeirra hefir
eigi til þessa verið talin löggjafarmál, en þá skoðun
teljum vér eigi rétta. Kirkjujarðirnar eru — þótt ætlaðar
séu til sórstakra nofa — almenn þjóðeign, og varðar
þjóðfélagið jafnt um þær sem aðrar opinherar jarðeignir,
að trygging sé fyrir, að þær komist á réttar liendur, ef
þær eru seldar. Þeim skilningi, að kirkjujarðirnar sóu
almenn þjóðeign, hefir líka verið fylgt í verkinu. Nokkr-
ar sýslunefndir hafa í tillögum sínum síðastliðið ár um
framfaramál héraðanna vikið að þjóðjarðasölunni, og
liafa þær þá allar krafist þess jafnframt, að almenn sala
færi líka fram á kirkjujörðunum. í athugasemdum við
skýrslurnar um leiguliðaábúð á bændaeignum er eigi ó-
víða vikið að kirkjujórðunum, og yfirleitt hitið illa af
því hvernig þær eru setnar, og þó að vór höfum eigi
full gögn í liöndum til að sanna það, álítum vér óhikað,
að ábúð þeirra só miður komið en ábúð landssjóðsjaiða;
enda geta umráðamenn þeirra, af alkunnum ástæðum,
svo sem ekkert hlynt að umbótum á þeím. í reynd-
inni er það einnig svo, að ábúðarlögin frá 12. janúar
1884 ná eigi til kirkjueiguanna í verulegum atriðum